Erlent

Bandaríkjamenn báðu Japana um að tilnefna Trump til Nóbels

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Trump fékk engan Nóbel.
Trump fékk engan Nóbel. Nordicphotos/AFP
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels í haust. Þetta gerði hann eftir að bandaríska ríkisstjórnin sendi beiðni um tilnefningu. Japanska dagblaðið Asahi Shimbun greindi frá málinu.Trump sagði sjálfur frá því á föstudag að Abe hafi tilnefnt hann. Tilnefningin var sérstaklega fyrir að hafa opnað á viðræður við og dregið úr togstreitunni við Norður-Kóreu. Trump fundaði til að mynda með Kim Jong-un einræðisherra í Singapúr síðasta sumar. Þeir funda aftur í Víetnam síðar í mánuðinum.Reuters hafði eftir upplýsingafulltrúa japanska utanríkisráðuneytisins að ráðuneytið hafi tekið eftir ummælum Trumps. Það vildi þó ekki tjá sig um samskiptin. Hvíta húsið vildi það ekki heldur.Samkvæmt Nóbelsstofnuninni getur hver sá sem sjálfur er gjaldgengur til tilnefningar, til að mynda þjóðarleiðtogi, sent inn tilnefningu. Samkvæmt reglum stofnunarinnar má ekki greina frá tilnefningum fyrr en eftir fimmtíu ár.Trump fékk ekki friðarverðlaun Nóbels í desember. Denis Mukwege og Nadia Murad urðu fyrir valinu fyrir „vinnu sína að því markmiði að binda enda á vopnvæðingu kynferðisofbeldis“.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.