Fótbolti

Bale ætlar að gifta sig á pínulítilli eyju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale og Emma Rhys-Jones.
Bale og Emma Rhys-Jones. vísir/getty

Undirbúningur fyrir brúðkaup Gareth Bale, leikmanns Real Madrid, og Emmu Rhys-Jones er á lokametrunum og parið hefur loksins ákveðið hvar þau ætla að gifta sig.

Þau hafa valið eyjuna Tagomago sem er lítil eyja í Miðjarðarhafinu. Eyjan er ekki nema 1,5 kílómetra löng og 113 metra breið. Ástæðan fyrir þessum stað er sú að þar fór Bale á skeljarnar á sínum tíma.

Eyjan er nálægt Ibiza og verða boðsgestirnir 150 allir fluttir yfir á bát frá Ibiza.

Parið ætlar ekki að láta þetta eina brúðkaup duga í sumar því önnur veisla verður haldin í Cardiff fyrir þá sem ekki komast á eyjuna. Um að gera að fagna svona viðburðum sem mest.

Þau ætluðu að gifta sig á Ítalíu síðasta sumar en faðir Rhys-Jones var í útistöðum við yfirvöld og því varð að finna nýjan dag.

Það er stutt að fara yfir til Tagomago frá Ibiza.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.