Segir óþreyju farið að gæta hjá félagsmönnum á Akranesi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. febrúar 2019 07:30 Fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur ræða stöðuna. Fréttablaðið/Sigtryggur Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist finna fyrir auknum þrýstingi sinna félagsmanna. Það renni hratt úr tímaglasinu. Verkefnið sé þó viðamikið og samspil við stjórnvöld miklu meira en áður hafi þekkst. Formaður Framsýnar á Húsavík telur félögin fjögur sem hafa vísað til ríkissáttasemjara úti í kuldanum. „Við fórum svo sem yfir nokkur atriði sem við teljum að sé full ástæða til að vinna áfram í smærri hópum. Það eru fjölmörg atriði í okkar kröfugerð sem við erum að reyna að þoka okkur áfram með. Atriði sem við erum til dæmis sammála um að þurfi að taka og dýpka umræðuna um,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og fjögurra stéttarfélaga héldu áfram hjá ríkissáttasemjara í gær en næsti fundur verður á miðvikudag. Vilhjálmur segir ljóst að það renni skarpt úr stundaglasinu og óþreyju sé farið að gæta hjá félagsmönnum sínum. „Við finnum fyrir auknum þrýstingi en jafnframt skilningi á því að þetta geti tekið tíma. Þetta er viðamikið verkefni sem er hér undir og verður að fá að taka þann tíma sem þarf. Það er samt sem áður alveg ljóst að menn ætla ekkert að bíða bara og bíða.“ Vilhjálmur segir beðið eftir því að það skýrist hvort og hvernig stjórnvöld ætli að koma að kjarasamningunum til þess að hægt sé að leggja heildstætt mat á stöðuna. „Samspil við stjórnvöld verður í þessum samningum miklu meira en hefur kannski áður þekkst.“ Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, segir ganginn í viðræðum Starfsgreinasambandsins við SA ágætan varðandi sérmálin en að launamálin séu í raun bara í bið. „Það verður eitthvað að fara að gerast varðandi launaliðinn og launatöflurnar. Ef það fara ekki að koma fram einhver svör við okkar tillögum og kröfum í lok næstu viku þá sé ég ekki að menn geti beðið lengur með að vísa þessu til ríkissáttasemjara,“ segir hann. Aðalsteinn segir stéttarfélögin fjögur sem þegar hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara vera svolítið úti í kuldanum. „Þau vísuðu fyrir rúmum mánuði síðan og enn er staðan sú að þau hafa ekki séð neinar launatölur frá SA.“ Meðal þeirra þátta sem ræddir hafa verið á fundum SGS og SA eru breytingar á vinnufyrirkomulagi sem Aðalsteini hugnast mjög illa. „Ég hafna öllum hugmyndum sem ganga út á að skerða neysluhlé starfsmanna eða breyta dagvinnutímabili eða færa yfirvinnutímabil milli mánaða og gera að dagvinnu. Ég er algerlega á móti þessu og trúi seint að verkalýðshreyfingin ætli að ljá máls á þessu.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent