Hviður allt að 40 metrum á sekúndu við Kjalarnes og í efri byggðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:15 Svo gæti farið að loka þurfi veginum um Hellisheiði síðdegis vegna veðurs. vísir/vilhelm Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. Í gulri viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið, sem tekur gildi klukkan 15 í dag, segir að það gangi í austan storm eða rok með mjög snörpum vindhviðum við Kjalarnes og í efri byggðum sem geti náð allt að 40 metrum á sekúndu. Veðrið er varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og þá er fólk hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Appelsínugul viðvörun tekur svo gildi á Suðurlandi klukkan 15 í dag. Þar er varað við austanstormi eða roki og jafnvel staðbundnu ofsaveðri í Austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hviður geta náð þar allt að 45 metrum á sekúndu. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður. Á Suðausturlandi tekur svo gul viðvörun gildi klukkan 15. Þar er spáð því að hvassast verði í Öræfum, einkum við Sandfell þar sem hviður geta verið um og yfir 40 metrar á sekúndu. Varasamt verður því að vera á ferð á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.Veglokanir eru áætlaðar vegna veðursins samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Hellisheiði og Þrengsli: Líkleg lokun um kl. 16:00 í dag - Líkleg opnun: 01:00 e. miðnætti. Möguleg hjáleið: Suðurstrandarvegur um Grindavík.Hvolsvöllur – Vík: Líkleg lokun kl. 13:00 í dag. - Líkleg opnun: kl 01:00 e. miðnætti.Skeiðarársandur (frá Núpsstað), Öræfi og að Höfn: Líkleg lokun kl. 14.00 í dag - Líkleg opnun: kl. 06:00 í fyrramálið (6. feb.) Reykjavík Veður Tengdar fréttir Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. 5. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Enn er varað við slæmu veðri á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Suðausturlandi og hálendinu. Í gulri viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið, sem tekur gildi klukkan 15 í dag, segir að það gangi í austan storm eða rok með mjög snörpum vindhviðum við Kjalarnes og í efri byggðum sem geti náð allt að 40 metrum á sekúndu. Veðrið er varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og þá er fólk hvatt til að ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Appelsínugul viðvörun tekur svo gildi á Suðurlandi klukkan 15 í dag. Þar er varað við austanstormi eða roki og jafnvel staðbundnu ofsaveðri í Austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hviður geta náð þar allt að 45 metrum á sekúndu. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður. Á Suðausturlandi tekur svo gul viðvörun gildi klukkan 15. Þar er spáð því að hvassast verði í Öræfum, einkum við Sandfell þar sem hviður geta verið um og yfir 40 metrar á sekúndu. Varasamt verður því að vera á ferð á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.Veglokanir eru áætlaðar vegna veðursins samkvæmt vef Vegagerðarinnar:Hellisheiði og Þrengsli: Líkleg lokun um kl. 16:00 í dag - Líkleg opnun: 01:00 e. miðnætti. Möguleg hjáleið: Suðurstrandarvegur um Grindavík.Hvolsvöllur – Vík: Líkleg lokun kl. 13:00 í dag. - Líkleg opnun: kl 01:00 e. miðnætti.Skeiðarársandur (frá Núpsstað), Öræfi og að Höfn: Líkleg lokun kl. 14.00 í dag - Líkleg opnun: kl. 06:00 í fyrramálið (6. feb.)
Reykjavík Veður Tengdar fréttir Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. 5. febrúar 2019 08:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Ofsaveður og vegalokanir á Suðurlandi í dag Hlánað hefur það sem af er morgni og eru því minni líkur á skafrenningi sunnantil. 5. febrúar 2019 08:47