Eftirlýstir glæpamenn fyrri alda vakna til lífsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 22:00 Halla Jónsdóttir og Eyvindur Jónsson, eða Fjalla-Eyvindur og Halla. Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel. Myndlist Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Eftirlýstir Íslendingar frá fyrri tímum hafa fengið andlit í myndlistasýningu sem stendur nú yfir í Háskóla Íslands. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum sem voru lesnar upp á Alþingi en þær voru oft furðulega ítarlegar. „Hann er piltungsmenni að vexti, ljósleitur, varaþunnur, þjófóttur og vætir sæng um nætur." Þetta er ein af nokkrum mannlýsingum eftirlýstra Íslendinga frá 17. og 18. öld sem hafa nú verið færðar í mynd. „Þetta voru allt frá því að vera sýslumenn, yfir í niðursetninga. Við erum þarna með presta, við erum með vinnukonur, bændur, stórbændur og leiguliða, lausafólk og flakkara. Þetta er í raun með verðmætari heimildum á þverskurði þess þjóðfélags sem Ísland hafði að geyma á 17. og 18. öld," segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi.Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur voru fengnir til þess að teikna myndirnar upp úr lýsingum úr Alþingisbókum Íslands. Þar má finna tvö hundruð mannlýsingar sem lesnar vou upp á Alþingi og er þar engu sleppt. Tekið er fram hvort fólk sé skrifandi, drykkfellt eða duglegt. Þá er nokkur munur á því hvernig talað er um kynin og dæmi um það eru lýsingar á Höllu Jónsdóttur og Eyvindi Jónssyni, eða Fjalla-Eyvindi. „Honum er lýst sem geðþýðum og frekar vel liðnum einstaklingi á sínum tíma en henni er lýst sem dimmlitaðri og svipillri og það er sagt að hún sé ógeðsleg," segir Daníel. Harðsvífnir glæpamenn reyndust auðveldasta myndefnið. „Oftast eru glæpirnir þjófnaður af ýmsu tagi, hvort sem það sé smáþjófnaður eins og stuldur á skyri eða sauðaþjónfaður eða hestaþjófnaður og það í raun fer eftir alvarleika brotsins hversu nauðsynlegt það taldist að handsama þennan einstakling. Því alvarlegri glæpur, því ítarlegri lýsing," segir Daníel.
Myndlist Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira