Verður Messi „leynigestur“ á móti Real Madrid í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 10:30 Lionel Messi mun hita upp í kvöld en mun hann spila? Getty/Jeroen Meuwsen Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Lionel Messi meiddist í síðasta leik Barcelona liðsins og átti af þeim sökum að missa af undanúrslitaleik spænska bikarsins í kvöld. Barcelona mætir þar Real Madrid og er þetta fyrri leikur liðanna. Þetta er heimaleikur Barcelona og liðinu því afar mikilvægur í þessu einvígi sínu við Real Madrid. [SPORT] | Best in history King Lionel Messi Passes the tests. pic.twitter.com/vwpbLvduge — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019Flestum að óvörum þá valdi Ernesto Valverde, þjálfaru Barcelona, Lionel Messi hins vegar í leikmannahóp kvöldsins þrátt fyrir meiðslin. Messi meiddist aftan í læri í jafnteflinu á móti Valencia á laugardaginn en argentínski snillingurinn var mættur á æfingu Barcelona liðsins í gær. „Það er rétt að stundum efumst við um leikmenn og bíðum þá fram á síðustu stundu. Það er einnig þannig með Messi,“ sagði Ernesto Valverde.Barcelona or Real Madrid? The Catalans coach says Lionel Messi won't make a difference. pic.twitter.com/INzqNICKzD — Goal (@goal) February 6, 2019Real Madrid getur því ekki alveg hætt að hugsa um Lionel Messi en það efast enginn um það að það er dálítið öðruvísi að mæta Barcelona með Messi eða án hans. Þrátt fyrir hrakfaraspár eftir leik helgarinnar þá gæti Messi verið hálfgerður „leynigestur“ í leiknum á móti Real Madrid í kvöld. Hver veit nema að hann komi inn á völlinn í seinni hálfleik og geri Real liðinu grikk. Hann skipti reyndar ekki miklu máli í deildarleik liðanna fyrir áramót þegar Lionel Messi var einnig frá vegna meiðsla en Barcelona vann erkifjendur sína engu að síður 5-1 þar sem Luis Suarez skoraði þrennu.@FCBarcelona have lost 25% of their games without Lionel Messi this season in all competitions (2/8) compared to 7.4% with him (2/27).#ElClasico#Messi#Barcareal#BarcaMadridEnGol#RealMadrid#LaLigapic.twitter.com/8et95SfOAN — Real Madrid Aces (@RMAces04) February 6, 2019Það er líka nóg af mikilvægum leikjum á næstunni, bæði í deild og svo í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Barcelona mætir Lyon. Skynsamlegt væri því að gefa Messi meiri tíma til að jafna sig en leikir við Real Madrid eru samt alltaf „leikirnir“ fyrir Barca. Það er ekki eins og Lionel Messi fái fleiri tækifæri til að mæta Real Madrid því leikurinn í kvöld er sá fyrsti af þremur leikjum liðanna á næstu 25 dögum. Seinni undanúrslitaleikurinn í bikarnum fer fram 27. febrúar og liðin mætast síðan í deildinni 2. mars.[MD] | Messi trained with the team and is on the list for tonight Valverde wants the King’s Cup and will use the best possible lineup against Real Madrid. Dembele was working normally but did not receive a high certainty from the medical department so was not called up pic.twitter.com/5FKldJVx6t — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 6, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira