Fótbolti

Búningar Barcelona með nöfn Messi og félaga á kínversku í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Búningur Lionel Messi.
Búningur Lionel Messi. Mynd/Twitter/@FCBarcelona
Barcelona er að reyna að auka vinsældir sínar í Kína enda stór markaður sem gæti skilað klúbbnum miklum tekjum.

Börsungar hafa ákveðið að spila í sérstökum búningum á móti Real Madrid í kvöld en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í undanúrslitum spænska bikarsins.

Nýtt ár í Kína hófst 5. febrúar en þetta er ár gríssins.





Barcelona ætlar í tilefni af nýju ári í Kína að spila í búningum þar sem nöfn leikmanna verða einnig á kínversku.

Þetta er fyrri leikurinn í undanúrslitum spænska konungsbikarsins og fer hann fram á Nývangi í Barcelona. Seinni leikurinn verður síðan spilaður á Santiago Bernabéu í Madrid 27. febrúar næstkomandi. 

Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Valencia eða Real Betis í úrslitaleiknum. Barcelona hefur unnið spænska bikarinn fjögur ár í röð og alls sjö sinnum frá árinu 2009.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar verið var að setja kínversku útgáfurnar á búninga leikmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×