Innlent

Lítill eldur í leikskóla í Árbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldur kom upp í eldhúsi í leikskóla í Árbæ skömmu fyrir klukkan eitt.
Eldur kom upp í eldhúsi í leikskóla í Árbæ skömmu fyrir klukkan eitt. Vísir/Vilhelm
Eldur kom upp í eldhúsi í leikskóla í Árbæ skömmu fyrir klukkan eitt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og tók það slökkviliðsmenn skamman tíma að slökkva eldinn. Nú stendur yfir reykræsting og er verið að huga að börnunum sem voru færð úr húsinu.

Samkvæmt slökkviliðinu voru börnin flutt í Árbæjarkirkju og er ekki vitað til þess að neinum hafi orðið hafi meint af.

Einhverjar skemmdir eru í eldhúsinu og er reykur um allan leikskólann. Eins og áður segir vinna slökkviliðsmenn að því að reykræsta skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×