Þórhildur Sunna segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 21:08 Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmenn Pírata, stilltu sér upp við hlið Miðflokksmannsins Bergþórs Ólasonar þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Alþingi Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þingmaður Pírata segist hafa fengið nóg af „viðvarandi meðvirkni með ofbeldisseggjum á Alþingi“ og því ákveðið að stilla sér upp með „Fokk ofbeldi“-húfu á höfðinu, við hlið Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, þar sem hann stóð í ræðupúlti þingsins í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir rökstyður gjörninginn, þöglu mótmælin, í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Samflokksmaður hennar, Björn Leví Gunnarsson, deilir færslunni, en hann stillti sér einnig upp á sama tíma með eins húfu hinu megin ræðupúltsins. Í færslunni segir Þórhildur Sunna að störf umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem Bergþór gegnir formennsku, hafi verið í uppnámi vegna „afstöðuleysis meirihlutans“ gagnvart formennsku Bergþórs. Skýtur hún sérstaklega á þingmenn Vinstri grænna, sem „að eigin sögn [hafi] femínisma sem eina af sínum grunnstoðum“. Umhverfis- og samgöngunefnd er ein þriggja fastanefnda þar sem fulltrúar stjórnarandstöðu gegna formennsku. Bergþór hefur sætt mikilli gagnrýni vegna Klausturmálsins svokallaða, en hann sneri nýlega aftur á þing eftir að hafa tekið sér ótímabundið launalaust leyfi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðunni refsað vegna gjörða Miðflokksmanna Þórhildur Sunna segir að stjórnarmeirihlutinn hafi ekki þorað að taka afstöðu í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir minnihlutans til þess að finna ásættanlega lausn varðandi formennsku í nefndinni. „Nú hefur meirihlutinn tekið ákvörðun um að hirða eitt þriggja formannembætta minnihlutans af honum til sín, í hendur skuggasamgöngumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Jóns Gunnarssonar. Hér er verið að refsa stjórnarandstöðunni fyrir gjörðir Miðflokksmanna,“ segir Sunna. Sjá einnig: Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Hún fer einnig hörðum orðum um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem hún segir hafa fengið að „spúa kvenfyrirlitningartali“ án viðnáms frá stjórnarmeirihlutanum. „Katrín Jakobsdóttir, jafnréttismálaráðherra, samþykkir með þögn sinni að það sé í lagi að Brynjar Níelsson væni konurnar sem hafa sakað Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot, um opinbera smánun. Að þær vilji bara meiða hann. Að þær fari offorsi. Brynjar smættar brotin gegn þessum hugrökku konum, gerir lítið úr þeim með þöglu samþykki stjórnarmeirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.Fréttablaðið/Ernir Áfram heldur þingmaðurinn. „Nú er komið í ljós að næstbesta staðan fyrir Miðflokkinn var valin af [stjórnarmeirihlutanum] sem ákveður að refsa okkur í stjórnarandstöðunni með því að setja sinn mann í formannstól nefndarinnar. Meirihlutinn notfærir sér óþol okkar fyrir Bergþóri [Ólasyni] í formannsstóli með því að taka til sín stólinn og setur þangað Jón Gunnarsson, skuggasamgöngumálaráðherra Íslands. Þannig græðir stjórnarmeirihlutinn á Klaustursmálinu. Þeim finnst líka ekkert mál að Bergþór sitji áfram í stjórn nefndarinnar og geti þannig stýrt fundum nefndarinnar forfallist Jón eða Ari Trausti. Ekkert mál. Mér ofbauð og við Björn gripum til okkar ráða. Lái okkur hver sem vill,“ segir þingmaðurinn að lokum. Sjá má færsluna í heild sinni að neðan.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Stilltu sér upp með FO-húfur þegar Bergþór Ólason tók til máls. 5. febrúar 2019 20:49
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent