Hóta konum lögsóknum vegna ummæla um Hafþór við mynd Sofiu Vergara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2019 11:00 Færsla Sofiu Vergara á Instagam frá 20. janúar. Instagram @sofiavergara. Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður. Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður.
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira