Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 13:15 Katrín Jakobsdóttir tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni grænu framboði árið 2013. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. Hún hræðist hins vegar ekki dóm sögunnar. Vinstri hreyfingin grænt grænt framboð heldur upp á það um helgina að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hennar. Tveggja daga flokksráðsfundur Vinstri grænna hefst á Grand hóteli klukkan 17 í dag með setningarræðu Katrínar Jakobsdótur formanns flokksins og forsætisráðherra en síðast liðinn miðvikudag voru tuttugu ár liðin frá stofnun hreyfingarinnar. „Ég held að þegar saga VG er skoðuð undanfarin tuttugu ár megi lesa þann rauðan þráð að mörg þau mál sem við höfum sett á oddinn hafa þróast frá því að vera mál sem voru álitin mjög róttæk og úti á jaðrinum, yfir í það að vera hluti af meginstraums stjórnmálum,” segir Katrín. Segir Katrín og nefnir í því samhengi kynjafnréttismál, kvenfrelsismál, umhverfismál og mikla áherslu á jöfnuð. „Ég myndi segja að á þessum tuttugu árum hafi okkar málflutningur færst miklu nær, getum við sagt, meginstraumnum í stjórnmálum. Eða meginstraumurinn færst nær okkur. En við getum séð að við höfum átt marga frumkvöðla á þessu sviði,” segir formaðurinn. Katrín segir það auðvitað hafa verið ákveðna sögulega ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sem skilgreindur hafi verið helsti andstæðingur flokksins í stjórnmálum. „Síðan á auðvitað sagan eftir að dæma okkar árangur í þessu stjórnarsamstarfi. Ég óttast ekki þann dóm þegar fram í sækir. En auðvitað er þetta líka pólitísk áhætta. Maður veit aldrei hvernig svona mál fara en það er auðvitað ekkert gaman í pólitík nema maður taki áhættu,” segir Katrín. Einn af gestum Vinstri grænna á afmælisfundinum á morgun er Ed Milliband formaður breska Verkamannaflokksins á árunum 2010 til 2015 og ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland í Bretlandi. „Við erum auðvitað ekki bara að bjóða fólki sem er algerlega sammála okkur. Hann er gestur á málþingi á morgun ásamt fleiri gestum og ætlunin er að ræða vinstrið út frá breiðum grunni. Það verða ekki eingöngu okkar nánustu kollegar á þessu málþingi heldur vinstrimenn á öllu litrófinu,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
VG fær grátbroslegar afmæliskveðjur frá Össuri Össur Skarphéðinsson dregur VG sundur og saman í nöpru háði. 7. febrúar 2019 14:19