Fótbolti

Tók Kjartan Henry tuttugu mínútur að stimpla sig aftur inn í danska boltann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan fagnar markinu í dag.
Kjartan fagnar markinu í dag. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason byrjar með stæl í Danmörku eftir að hann kom aftur til landsins í janúarmánuði er hann gekk í raðir Vejle frá Ferencvárosi.

Danska deildin fór aftur af stað eftir jólafrí í gær og Kjartan Henry var í byrjunarliði Vejle sem mættir SönderjyskE í Íslendingaslag í dag.

Það tók Kjartan Henry ekki nema tuttugu mínútur að komast á blað er hann kom Vejle í 1-0 og fjórum mínútum síðar skoraði Imed Louati og kom Vejle í 2-0.

Það urðu lokatölur leiksins en Kjartan Henry spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins. Eggert Gunnþór Jónsson var ónotaður varamaður hjá SönderjyskE.

Vejle er áfram í þrettánda sætinu en færist nú nær liðunum fyrir ofan sig á meðan SönderjyskE er í ellefta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.