Innlent

Einn í haldi vegna líkamsárásar á Selfossi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Selfossi í nótt. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Ekki fengust upplýsingar um líðan árásarþola en einn var handtekinn vegna málsins og hann vistaður í fangageymslu. 

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og var vettvangurinn meðal annars skoðaður í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.