Innlent

Ekið á gangandi vegfaranda

Andri Eysteinsson skrifar
Viðbúnaður lögreglu á vettvangi var töluverður.
Viðbúnaður lögreglu á vettvangi var töluverður. Vísir/Vilhelm
Ekið var á gangandi vegfarenda á Eyrarvegi á Selfossi í kvöld. Lögreglu barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Vegfarandinn, karlmaður á fertugsaldri var á leið yfir gangbraut þegar ekið var á hann. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er karlmaðurinn talinn fótbrotinn en hann var færður til slysadeildar í Reykjavík til frekari skoðunar. Viðbúnaður lögreglu var mikill enda bentu tilkynningar til að enn verr hefði farið fyrir manninum.

Ekki er nákvæmlega vitað hver tildrög slyssins voru en talsverð hálka er á svæðinu. Ökumaður bifreiðarinnar var að sögn lögreglu í miklu áfalli og hefur því ekki verið rætt við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×