Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 15:24 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40