Eyþór mótfallinn því að innviðagjöld fari í Pálmatré Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2019 15:24 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. FBL/Eyþór Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni leggur til að áform um að setja upp verkið Pálmatré verði endurskoðuð. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segist á móti innviðagjöldum sem séu notuð í listaverkið, þau hækki íbúðaverð á svæðinu. Verkið Pálmatré sem sigraði um samkeppni um Útilistaverk í Vogabyggð hefur fengið blendnar viðtökur. Gagnrýnisraddir hafa sagt að áætlaður kostnaður við verkið sé of hár en hann er 140 milljónir króna og þá hafa komið fram efasemdir um að trén í verkinu lifi af. Á fundi borgarráðs í dag leggja Sjálfstæðismenn fram tillögu um að borgarráð samþykki að endurskoðuð verði áform um að setja upp verkið Pálmatré. Eyþór Laxdal Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. „Að við stöldrum við, þetta er það stórt verkefni, 140 milljónir, sem er tíu sinnum hærri tala en fer í heildina til listaverkakaupa hjá borginni á árinu. Við stöldrum við af því það eru efasemdir um að þetta gangi upp þetta listaverk. Við viljum vanda til verka og vitum það að það eru takmarkaðir fjármunir til,“ segir Eyþór Fram hefur komið að kostnaður borgarinnar vegna útilistaverksins komi frá innviðagjöldum í hverfinu. Eyþór gerir athugasemdir við það. „Ekkert er ókeypis, innviðgjöld leggjast á íbúðir.“ Borgarráð samþykkti deiliskipulag fyrir Vogabyggð árið 2015 þar sem kom meðal annars fram að lóðarhafar samþykkja að taka þátt í kostnaði vegna enduruppbyggingar Vogabyggðar. Þá var samkeppni um útilistaverk í hverfinu auglýst á síðasta ári. Eyþór segir ljóst að það hefði mátt gera athugasemdir við málið fyrr. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagst gegn innviðagjöldunum en hefur enga aðkomu að þessari dómnefnd. Þar var Samfylkingin með formanninn. Nú kemur þessi niðurstaða, þá væri hægt að staldra við og endurskoða. Þetta er rétti tímapunkturinn þegar hugmyndin liggur fyrir, þá eigum við að gegna okkar skyldum og fara varlega með fé. Það hefði sjálfsagt mátt vara við þessu fyrr en það er ekki of seint að grípa inn í og vara við þegar hlutirnir eru að fara rangan farveg.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40