Mannslífum bjargað með skóla fyrir trans börn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Í íhaldsömu Chilesku samfélagi eiga börn sem sýna ódæmigerða kyntjáningu gjarnan erfitt uppdráttar. Skólakerfið í Chile hefur ekki getað tekið með viðunandi hætti á móti þessum börnum og þau gjarnan lögð í einelti af samnemendum og jafnvel starfsfólki. Eftir áralöng mótmæli og áhyggjur foreldra trans barna og ungmenna í Chile var settur á laggirnar sérstakur skóli fyrir trans börn. Hann var stofnaður árið 2017 og er fjármagnaður með einkaframlögum. „Krakkarnir í gamla skólanum komu mjög illa fram við mig,“ segir hin 16 ára gamla Angela í samtali við AP fréttastofuna en hún er trans stúlka. „Þau ýttu mér og stríddu og á tímabili íhugaði ég sjáfsvíg. Ég sagði mömmu minni að ég hafði séð frétt um stelpu sem hafði framið sjálfsvíg eftir einelti. Ég sagði henni að mér liði þannig, að mig langaði að deyja og ekki vera til lengur.“ Angela fíflast í yngri skólafélaga sínum Lauru. Violeta fylgist með. Angela íhugaði sjálfsvíg vegna þess eineltis sem hún varð fyrir sem transmanneskja í hefðbundna skólakerfinu.AP/Esteban FelixEftir nokkur ár af fordómum og einelti fékk hún aðgang að hinum nýstofnaða skóla í Santiago, höfuðborg Chile. Hún segir það hafa fært sér von. Um 20 trans börn og unglingar á aldrinum 6 til 17 ára ganga í skólann og þrátt fyrir að rýmið sé lítið og peningar séu af skornum skammti eru börnin hamingjusamari, afslappaðri og gengur betur í skóla fyrir vikið. Foreldrar eru fegnir þessu úrræði fyrir börnin sín þar sem hefðbundnir skólar mættu ekki þörfum þeirra. „Hann var að glata sjálfsmynd sinni,“ segir Gabriel Astete, faðir Alexis, trans barns sem gengur í skólann. „Hann skammaðist sín fyrir að vera transgender af því að hann passaði ekki neinstaðar inn. Kennararnir í gamla skólanum hans neyddu hann til að fara á kvennaklósettið á meðan hann vildi frekar nýta strákaklósettið. Sjálfstraustið var mjög lágt í gamla skólanum“ „Þetta er að bjarga mannslífum á þessum stað,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78 um trans skólann í Santiago. „Börn sem hafa ekki náð að vera þau sjálf og ekki fengið að vera þau sjálf eru þarna loksins að geta það og eru ekki að lenda í áreiti.“Sigríður Birna Valsdóttir fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að álíka úrræði og í chile óþarfi á Íslandi. Skólakerfið sé yfirleitt til fyrirmyndar.Mynd/SkjáskotHún segir að á Íslandi sé sagan önnur og telur úrræði á borð við sérskóla fyrir trans fólk ekki réttu lausnina miðað við hvar íslenskt samfélag sé statt í þessum efnum. „Ég held að það sé mun mikilvægara að við tökum öll þátt í því að gera heiminn betri.“ Hún segir að yfirleitt sé skólakerfið á Íslandi með opinn huga gagnvart þessu viðfangsefni. Birna Björg Guðmundsdóttir, móðir 7 ára transstelpu, tekur undir þetta. „Skólinn er búinn að taka þessu yndislega,“ segir hún. „Tveimur dögum eftir að ég tilkynni um nýtt nafn á stelpunni hringir skólastjórinn í mig og segir: „Birna, hvernig viltu að við gerum þetta? Hún er sú fyrsta í skólanum sem er trans og ég vil gera þetta vel.“ Að fá svona viðbrögð er ómetanlegt. Ég fékk svo mikla hlýju í hjartað og hugsaði með mér hvað dóttir mín er heppin að vera þarna. Skólinn og hennar skólastjórnendur og kennarar hafa tekið þessu frábærlega.“Birna Björg Guðmundsdóttir, móðir 7 ára transstelpu, segir skólann hennar gert allt til að taka á móti henni.Mynd/SkjáskotHún segir að í nokkurn tíma hafi hún tekið eftir að barnið hennar féll ekki í venjulegt box kyntjáningar stráka. Það hafi verið mikið, erfitt og flókið ferli en á endanum hafi það borgað sig. „Það er auðvitað erfitt að kveðja strákinn,“ segir Birna. „En að sama skapi er stelpan svo flott og svo sterk og yndisleg. Það er svo gaman að sjá hana koma fram.“ Birna ásamt öðrum foreldrum hafa stofnað samtökin Trans-Vinir hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda transbarna- og ungmenna á Íslandi. Hún hvetur foreldra barna sem sýna ódæmigerða kyntjáningu að fá fræðslu frá Samtökunum 78, það hafi hjálpað henni mikið. Áhugasamir geta haft samband transvinir@gmail.com. „Ég hvet foreldra til að hafa samband við okkur og fræðast. Ég segi bara það er ekkert að óttast. þú ert bara að hugsa um hvernig barninu þínu líður og ef barninu þínu líður vel þá líður þér vel.“ Chile Skóla - og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Í íhaldsömu Chilesku samfélagi eiga börn sem sýna ódæmigerða kyntjáningu gjarnan erfitt uppdráttar. Skólakerfið í Chile hefur ekki getað tekið með viðunandi hætti á móti þessum börnum og þau gjarnan lögð í einelti af samnemendum og jafnvel starfsfólki. Eftir áralöng mótmæli og áhyggjur foreldra trans barna og ungmenna í Chile var settur á laggirnar sérstakur skóli fyrir trans börn. Hann var stofnaður árið 2017 og er fjármagnaður með einkaframlögum. „Krakkarnir í gamla skólanum komu mjög illa fram við mig,“ segir hin 16 ára gamla Angela í samtali við AP fréttastofuna en hún er trans stúlka. „Þau ýttu mér og stríddu og á tímabili íhugaði ég sjáfsvíg. Ég sagði mömmu minni að ég hafði séð frétt um stelpu sem hafði framið sjálfsvíg eftir einelti. Ég sagði henni að mér liði þannig, að mig langaði að deyja og ekki vera til lengur.“ Angela fíflast í yngri skólafélaga sínum Lauru. Violeta fylgist með. Angela íhugaði sjálfsvíg vegna þess eineltis sem hún varð fyrir sem transmanneskja í hefðbundna skólakerfinu.AP/Esteban FelixEftir nokkur ár af fordómum og einelti fékk hún aðgang að hinum nýstofnaða skóla í Santiago, höfuðborg Chile. Hún segir það hafa fært sér von. Um 20 trans börn og unglingar á aldrinum 6 til 17 ára ganga í skólann og þrátt fyrir að rýmið sé lítið og peningar séu af skornum skammti eru börnin hamingjusamari, afslappaðri og gengur betur í skóla fyrir vikið. Foreldrar eru fegnir þessu úrræði fyrir börnin sín þar sem hefðbundnir skólar mættu ekki þörfum þeirra. „Hann var að glata sjálfsmynd sinni,“ segir Gabriel Astete, faðir Alexis, trans barns sem gengur í skólann. „Hann skammaðist sín fyrir að vera transgender af því að hann passaði ekki neinstaðar inn. Kennararnir í gamla skólanum hans neyddu hann til að fara á kvennaklósettið á meðan hann vildi frekar nýta strákaklósettið. Sjálfstraustið var mjög lágt í gamla skólanum“ „Þetta er að bjarga mannslífum á þessum stað,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78 um trans skólann í Santiago. „Börn sem hafa ekki náð að vera þau sjálf og ekki fengið að vera þau sjálf eru þarna loksins að geta það og eru ekki að lenda í áreiti.“Sigríður Birna Valsdóttir fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að álíka úrræði og í chile óþarfi á Íslandi. Skólakerfið sé yfirleitt til fyrirmyndar.Mynd/SkjáskotHún segir að á Íslandi sé sagan önnur og telur úrræði á borð við sérskóla fyrir trans fólk ekki réttu lausnina miðað við hvar íslenskt samfélag sé statt í þessum efnum. „Ég held að það sé mun mikilvægara að við tökum öll þátt í því að gera heiminn betri.“ Hún segir að yfirleitt sé skólakerfið á Íslandi með opinn huga gagnvart þessu viðfangsefni. Birna Björg Guðmundsdóttir, móðir 7 ára transstelpu, tekur undir þetta. „Skólinn er búinn að taka þessu yndislega,“ segir hún. „Tveimur dögum eftir að ég tilkynni um nýtt nafn á stelpunni hringir skólastjórinn í mig og segir: „Birna, hvernig viltu að við gerum þetta? Hún er sú fyrsta í skólanum sem er trans og ég vil gera þetta vel.“ Að fá svona viðbrögð er ómetanlegt. Ég fékk svo mikla hlýju í hjartað og hugsaði með mér hvað dóttir mín er heppin að vera þarna. Skólinn og hennar skólastjórnendur og kennarar hafa tekið þessu frábærlega.“Birna Björg Guðmundsdóttir, móðir 7 ára transstelpu, segir skólann hennar gert allt til að taka á móti henni.Mynd/SkjáskotHún segir að í nokkurn tíma hafi hún tekið eftir að barnið hennar féll ekki í venjulegt box kyntjáningar stráka. Það hafi verið mikið, erfitt og flókið ferli en á endanum hafi það borgað sig. „Það er auðvitað erfitt að kveðja strákinn,“ segir Birna. „En að sama skapi er stelpan svo flott og svo sterk og yndisleg. Það er svo gaman að sjá hana koma fram.“ Birna ásamt öðrum foreldrum hafa stofnað samtökin Trans-Vinir hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda transbarna- og ungmenna á Íslandi. Hún hvetur foreldra barna sem sýna ódæmigerða kyntjáningu að fá fræðslu frá Samtökunum 78, það hafi hjálpað henni mikið. Áhugasamir geta haft samband transvinir@gmail.com. „Ég hvet foreldra til að hafa samband við okkur og fræðast. Ég segi bara það er ekkert að óttast. þú ert bara að hugsa um hvernig barninu þínu líður og ef barninu þínu líður vel þá líður þér vel.“
Chile Skóla - og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira