Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2019 10:30 Vandræðaveggur og það sem meira er, þeir sem deila eru hjartanlega sammála um að þessi veggur sé alveg forljótur. Veggur nokkur við hótel á Húsavík, sem skagar út á og yfir gangstétt og hindrar þannig alla umferð þar um hefur vakið athygli. Og þegar það fylgir sögunni að eigandi hótelsins er forseti bæjarstjórnar og varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur þá fer nú að fara um ýmsan manninn. „Þessi veggur er forljótur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson sem er einmitt téður forseti og varaformaður skipulagsnefndar.Ha?„Dettur þér í hug í eina mínútu að maður í ferðaþjónustu vilji hafa svona nokkuð fyrir framan hús sitt?“ spyr Örlygur Hnefill blaðamann Vísis. Ljóst má vera að honum er ekki skemmt vegna sérkennilegs máls sem komið er upp á Húsavík.Grjóthörð gagnrýni á vegginn Eins og áður sagði er þessi veggur umdeildur. Stefán Guðmundsson eigandi Gentle Giants á Húsavík hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld mjög, meðal annars vegna veggjarins. Hann tekur hann til kostanna í afar harðorðri grein þar sem segir meðal annars:Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants við annan vegg á Húsavík, en Stefáni var gert að fjarlægja vegg sem var á hans vegum.visir/tryggvi„Veggurinn við Cape Hotel hefur staðið þar nú í tæpa 5 mánuði og ekki enn verið ákveðið hvernig verður farið með hann samkv. nýlegri greinargerð skipulagsfulltrúans; jafnvel þótt hann skagi útfyrir gangstétt og hefti alla umferð þar í alfaraleið og líti auk þess út fyrir að vera kolólöglegur,“ skrifar Stefán. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að verulegrar ólgu gæti á Húsavík vegna þessa máls sem og annarra. Ljóst er að hann telur forseta bæjarstjórnar í algjöru klandri vegna þessa máls. Sjálfur hefur Stefán staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna annars veggs sem honum var gert að rífa. Örlygur segir hins vegar að það sé auðvelt að láta þetta mál líta illa út fyrir sig og játar fúslega að hann sé í afar aulalegri stöðu; að standa í deilum við bæjaryfirvöld vegna málsins en vera jafnframt í forsvari fyrir þau sömu yfirvöld.Gatnaframkvæmdir frá í sumar en gatan sem Hótel Örlygs stendur við var öll sundurgrafinn.Örlygur Hnefill„Ég bað ekki um þennan vegg,“ segir Örlygur Hnefill og útskýrir að í vor hafi verið farið í miklar gagnaframkvæmdir vegna lagna til sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða. Gatan var öll grafin upp.Gatnaframkvæmdirnar kostuðu Örlyg milljónir „Verktakarnir sögðu að þetta myndi taka fimm daga, í mesta lagi tíu ef illa gengi. Þetta stóð frá byrjun júní og fram í október. Það hafði með það að gera að hönnunargögn voru vitlaus fyrir þetta verkefni. Þegar farið er af stað kom í ljós mikill ágalli á hönnunargögnum og verktaki hætti í miðri framkvæmd. Allt skilið eftir sem rjúkandi rúst og fyrir okkar fyrirtæki var þetta margra milljóna tjón.“ Örlygur Hnefill lýsir því að flestir gestir sem voru með bókað í sumar hafi komið en aðrir ekki.Örlygur Hnefill stendur í ströngu og er, þvert gegn vilja sínum, beggja vegna borðsins.„Ekki nokkur maður inn af götunni eins og alla jafna er. Þegar húsið er alveg afgirt, engin bílastæði eða aðgengi, þá kemur það ekki nema það hafi bókað áður. Mikið tjón og ég hef verið að reyna að rétta hlut fyrirtækisins hreinlega svo það haldi velli.“Forsetinn segist með drifahvíta samvisku Þegar loksins var búið að endurhanna götuna kom í ljós að hún hafði lækkað til mikilla muna, allir hæðarpunktar voru miklu lægri en lóðin. „Fyrir vikið er þessi veggur settur fyrir framan hjá mér. Gatan fór niður um tvo metra þar sem mest er. Þetta er fáránleg framkvæmd. Ég sem kjörinn fulltrúi steig út úr sveitarstjórn út af þessu. Ég reiddist vegna þessa máls, viðurkenni það og vék af öllum fundum þar sem þetta mál var rætt og ákveðið.“Veggurinn er óneitanlega hinn kúnstugasti að sjá.Forsetinn segist hafa drifahvíta samvisku í þessu máli. Hann á ekki þennan vegg og bað ekki um hann. Og hann bað ekki um að götunni yrði breytt með þessum hætti. „Mér finnst ég vera í aulalegri stöðu að vera kominn í einskonar deilu við bæinn sem ég er í forsvari fyrir. Verkkaupinn sem bauð í þetta áttaði sig ekki á því að gögnin voru gölluð. En, ég hef gert allt rétt í þessu máli og er nú hættur sem varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur vegna þessa,“ segir Örlygur Hnefill. Veggurinn hefur þegar vakið nokkra athygli, meðal annars hefur Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður talið hann skjóta skökku við og hefur Örlygur gripið til varna á Facebookvegg hans. Þar má sjá heitar umræður um málið. Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Veggur nokkur við hótel á Húsavík, sem skagar út á og yfir gangstétt og hindrar þannig alla umferð þar um hefur vakið athygli. Og þegar það fylgir sögunni að eigandi hótelsins er forseti bæjarstjórnar og varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur þá fer nú að fara um ýmsan manninn. „Þessi veggur er forljótur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson sem er einmitt téður forseti og varaformaður skipulagsnefndar.Ha?„Dettur þér í hug í eina mínútu að maður í ferðaþjónustu vilji hafa svona nokkuð fyrir framan hús sitt?“ spyr Örlygur Hnefill blaðamann Vísis. Ljóst má vera að honum er ekki skemmt vegna sérkennilegs máls sem komið er upp á Húsavík.Grjóthörð gagnrýni á vegginn Eins og áður sagði er þessi veggur umdeildur. Stefán Guðmundsson eigandi Gentle Giants á Húsavík hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld mjög, meðal annars vegna veggjarins. Hann tekur hann til kostanna í afar harðorðri grein þar sem segir meðal annars:Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants við annan vegg á Húsavík, en Stefáni var gert að fjarlægja vegg sem var á hans vegum.visir/tryggvi„Veggurinn við Cape Hotel hefur staðið þar nú í tæpa 5 mánuði og ekki enn verið ákveðið hvernig verður farið með hann samkv. nýlegri greinargerð skipulagsfulltrúans; jafnvel þótt hann skagi útfyrir gangstétt og hefti alla umferð þar í alfaraleið og líti auk þess út fyrir að vera kolólöglegur,“ skrifar Stefán. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að verulegrar ólgu gæti á Húsavík vegna þessa máls sem og annarra. Ljóst er að hann telur forseta bæjarstjórnar í algjöru klandri vegna þessa máls. Sjálfur hefur Stefán staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna annars veggs sem honum var gert að rífa. Örlygur segir hins vegar að það sé auðvelt að láta þetta mál líta illa út fyrir sig og játar fúslega að hann sé í afar aulalegri stöðu; að standa í deilum við bæjaryfirvöld vegna málsins en vera jafnframt í forsvari fyrir þau sömu yfirvöld.Gatnaframkvæmdir frá í sumar en gatan sem Hótel Örlygs stendur við var öll sundurgrafinn.Örlygur Hnefill„Ég bað ekki um þennan vegg,“ segir Örlygur Hnefill og útskýrir að í vor hafi verið farið í miklar gagnaframkvæmdir vegna lagna til sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða. Gatan var öll grafin upp.Gatnaframkvæmdirnar kostuðu Örlyg milljónir „Verktakarnir sögðu að þetta myndi taka fimm daga, í mesta lagi tíu ef illa gengi. Þetta stóð frá byrjun júní og fram í október. Það hafði með það að gera að hönnunargögn voru vitlaus fyrir þetta verkefni. Þegar farið er af stað kom í ljós mikill ágalli á hönnunargögnum og verktaki hætti í miðri framkvæmd. Allt skilið eftir sem rjúkandi rúst og fyrir okkar fyrirtæki var þetta margra milljóna tjón.“ Örlygur Hnefill lýsir því að flestir gestir sem voru með bókað í sumar hafi komið en aðrir ekki.Örlygur Hnefill stendur í ströngu og er, þvert gegn vilja sínum, beggja vegna borðsins.„Ekki nokkur maður inn af götunni eins og alla jafna er. Þegar húsið er alveg afgirt, engin bílastæði eða aðgengi, þá kemur það ekki nema það hafi bókað áður. Mikið tjón og ég hef verið að reyna að rétta hlut fyrirtækisins hreinlega svo það haldi velli.“Forsetinn segist með drifahvíta samvisku Þegar loksins var búið að endurhanna götuna kom í ljós að hún hafði lækkað til mikilla muna, allir hæðarpunktar voru miklu lægri en lóðin. „Fyrir vikið er þessi veggur settur fyrir framan hjá mér. Gatan fór niður um tvo metra þar sem mest er. Þetta er fáránleg framkvæmd. Ég sem kjörinn fulltrúi steig út úr sveitarstjórn út af þessu. Ég reiddist vegna þessa máls, viðurkenni það og vék af öllum fundum þar sem þetta mál var rætt og ákveðið.“Veggurinn er óneitanlega hinn kúnstugasti að sjá.Forsetinn segist hafa drifahvíta samvisku í þessu máli. Hann á ekki þennan vegg og bað ekki um hann. Og hann bað ekki um að götunni yrði breytt með þessum hætti. „Mér finnst ég vera í aulalegri stöðu að vera kominn í einskonar deilu við bæinn sem ég er í forsvari fyrir. Verkkaupinn sem bauð í þetta áttaði sig ekki á því að gögnin voru gölluð. En, ég hef gert allt rétt í þessu máli og er nú hættur sem varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur vegna þessa,“ segir Örlygur Hnefill. Veggurinn hefur þegar vakið nokkra athygli, meðal annars hefur Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður talið hann skjóta skökku við og hefur Örlygur gripið til varna á Facebookvegg hans. Þar má sjá heitar umræður um málið.
Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30
Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels