Drottningin sögð hafa haft óbeit á hraðakstri prinsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 10:05 Elísabet Englandsdrottning ræðir hér við Filipp prins. Vísir/Getty Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð. Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru enn að velta sér upp úr akstri Filippusar prins eftir að hann lenti í árekstri á fimmtudag í síðustu viku. Þar hafnaði Land Rover Freelander-jeppi hans á KIA-bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður og farþegi KIA-bílsins slösuðust en Filippus slapp ómeiddur.Í tímaritinu People er rætt við ævisagnaritarann Ingrid Seward, höfund bókarinnar My Husband and I sem fjallaði um hjónaband Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar, hertogans af Edinborg. Seward er spurð hvað Elísabet hafi mögulega sagt við hinn 97 ára gamla eiginmann sinn eftir að hann lenti í þessu slysi. „Ég er viss um að hún hafi beðið hann um að hætta,“ segir Seward þegar hún reynir að geta til um hvað drottningin hefur sagt við prinsinn eftir áreksturinn. „Hann mun hlusta, en hvort hann geri eitthvað í því veit ég ekki,“ segir Seward. Þau hafa verið saman í 71 ár en í grein People er fjallað um dálæti prinsins á hraðskreiðum bílum. Hann keypti sér til dæmis nýjan sportbíl í ágúst 1947, þremur mánuðum áður en þau gengu í hjónaband, er haft eftir Seward í People. „Hann keyrði alltaf mjög hratt og hún hataði það og hann átti það til að segja: „Ef þér líkar ekki við það, getur þú farið út.“ Emma Fairweather var farþegi í bílnum sem Filippus prins ók á en hún hefur kvartað undan því að hafa ekki fengið afsökunarbeiðni frá prinsinum eða drottningunni. Tengiliður lögreglunnar við konungsfjölskylduna segist þó hafa sett sig í samband við Fairweather og skilað kveðju frá hjónunum.Breska dagblaðið Express ræðir við James Brookes, sem er sérfræðingur þegar kemur að málefnum konungsfjölskyldunnar, en hann vil meina að það sé of snemmt fyrir hertogann að biðjast afsökunar vegna þess að rannsókn lögreglunnar á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Það að biðjast afsökunar væri ávísun á sekt í augum almennings. Ef það kemur hins vegar í ljós að hann ber ábyrgð á árekstrinum þá megi búast við afsökunarbeiðni. Vitni á vettvangi sagði við fjölmiðla að það hefði heyrt prinsinn segja við lögreglu að hann hefði blindast af sólinni rétt fyrir áreksturinn. Emma Fairweather dró þá útskýringu í efa því lágskýjað var þegar áreksturinn varð.
Bretland England Kóngafólk Tengdar fréttir Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44 Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45 Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Filippus prins slapp ómeiddur úr bílslysi Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar II Bretadrottningar, lenti í bílslysi í gær nálægt Sandringham-höll drottningarinnar. 18. janúar 2019 07:44
Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Prinsinn myndaður einn í nýjum Land Rover og án sætisbeltis tveimur dögum eftir áreksturinn. 19. janúar 2019 23:45
Munu ekki veita Filippusi prins afslátt við rannsókn bílslyss Drottningamaðurinn slapp ómeiddur frá bílslysi á fimmtudaginn. 19. janúar 2019 19:21