Innlent

Bein útsending: Bergþór og Gunnar Bragi mæta aftur á Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Snjókorn falla á Austurvelli í dag og vafalítið munu ýmiss orð falla í þinghúsinu.
Snjókorn falla á Austurvelli í dag og vafalítið munu ýmiss orð falla í þinghúsinu. Vísir/Vilhelm

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 þangað sem Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson ætla að snúa aftur eftir sjálfskipaða fjarveru vegna Klausturmálsins. Þetta tilkynntu þeir í morgun.

Óundirúnar fyrirspurnir eru á dagskrá upphafs þingfundar þar sem verða til svara fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Þá mun fara fram fyrsta umræða um breytingar á lágmarksaldri þeirra sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er einn 21 flutningsmanna sem koma úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.