„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:45 Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. Hann segir að það hafi þó ekki komið sér á óvart að fá kalda öxl frá sumum, eins og hann orðar það, en aðrir hafi boðið hann velkominn. „Það voru margir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum en svo voru aðrir býsna kumpánlegir og buðu mann velkominn. En þetta liggur auðvitað töluvert í flokkum svo það sé nú sagt eins og það er og það var bara viðbúið og það eru auðvitað þingmenn hér inni sem hafa lýst því að þeir hafa ekki hug á því að eiga við okkur nokkurt samstarf. En fyrir mig hef ég sagt að ég vonast bara til að geta unnið áfram á þeim málefnalegu nótum sem ég hef unnið hingað til. En ég mun ekki erfa það við neinn sem vill ganga annan veg en að vinna með mér,“ sagði Bergþór í samtali við fréttastofu í dag. Hann kvaðst hafa látið skrifstofu Alþingis vita í morgun að hann myndi snúa aftur til starfa í dag og telur að það hafi verið með eðlilegum hætti. Hann sagðist ekki átta sig á vangaveltum þeirra sem hafa gagnrýnt að þeir hafi snúið fyrirvaralaust aftur til starfa. Þá ítrekaði Bergþór að hann væri tilbúinn til þess að vinna með hverjum sem er á þingi. Aðspurður hvort honum þætti mál Klaustursþingmannanna sex eiga heima hjá siðanefnd Alþingis sagðist hann ekki hafa skoðun á því. „Ég hallast svona frekar að því ef grannt er skoðað og reglurnar skoðaðar þá eigi það svo sem ekki heima þar en nú er það bara komið í þann farveg að það er í þessari varanefnd og ég tek á því máli eftir því sem því vindur fram,“ sagði Bergþór Ólason en viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43