Hundur slátraði hænum fjölskyldu í Vesturbænum Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2019 19:30 Drengurinn var nýkominn heim úr skóla þegar hann kom að hænsnahúsinu. Aðkoman var vægast sagt skelfileg. Svava Ástudóttir Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar. Dýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Hundur braust inn í hænsnahús í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og drap í það minnsta fjórar hænur. Einn eigenda hænsnanna, 11 ára drengur, kom að hænunum þegar hann kom heim úr skóla í dag en hænurnar hafa verið í eigu fjölskyldunnar í tvö ár. Svava Ástudóttir, móðir drengsins, birti færslu í íbúahópi Vesturbæjar þar sem hún segir son sinn hafa hringt í sig „sturlaður af hræðslu“ eftir að hafa komið að hænunum. Aðkoman hafi verið skelfileg þar sem hundurinn hafði slátrað nær öllum hænunum með tilheyrandi blóðslettum. „Hann hringdi í mig upp úr hálf þrjú þegar hann kom heim. Hann grét stjórnlaust í heilan klukkutíma og réð ekkert við sig. Hann hefur lagt mikla vinnu í þetta og þetta eru náttúrulega dýrin manns og manni þykir vænt um þau,“ segir Svava í samtali við Vísi. Ein hæna lifði af en önnur er enn ófundin og biðlar Svava til fólks sem gæti vitað um hænuna að hafa samband svo börnin geti syrgt hana, en hænan er alsvört.Ein hænan slapp út og var drepinn á lóð fjölskyldunnar.Svava ÁstudóttirAðkoman hræðileg Svava segir hænurnar hafa verið illa leiknar eftir hundinn. Ein hafi verið bitin í gegn, önnur fannst ofan á eggjum sínum og ein náð að sleppa út og verið slátrað á miðri lóðinni. Í snjónum nærri kofanum megi finna fótspor eftir stóran hund. Þá segir hún afsökunarbeiðni vera vel þegna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan lendi í því að stærri hundar séu á ferli í garðinum. Það sé álitamál hvort sá hundur sem ber ábyrgð á innbrotinu eigi erindi í íbúðahverfi þar sem það hafi þurft mikið til að brjótast inn í hænsnahúsið. „Það þarf alveg að krafsa svolítið vel til að komast inn og þetta hefur verið dugmikill hundur, það er ekkert vafamál. Sporin eru það stór.“Hænurnar miklir gleðigjafar Í samtali við Vísi segir Svava mikla sorg ríkja á heimilinu eftir hörmungar dagsins. Börnin hafi sinnt hænunum af mikilli alúð, séð til þess að þær fái mat og vatn og selt nágrönnum egg. Þá hafi margir í hverfinu haft gaman að hænunum. „Þær hafa veitt okkur mikla gleði þessar hænur og þær hafa vakið mikla lukku. Á sumrin hafa þær sloppið og farið niður á götu og fólk er að hitta þær úti á götu og það er náttúrulega voða fyndið að sjá hænur úti á götu,“ segir Svava. Hænurnar voru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni.Svava Ástudóttir„Fólk kemur í garðinn og fær að kíkja á hænurnar og fær egg með sér heim, það er margt skemmtilegt í kringum þetta og fólk var ánægt með þetta.“ Svava segist ekki vita hvort fjölskyldan sjái fram á að fá sér nýjar hænur. Börnin eigi eftir að syrgja þessar og það muni taka sinn tíma enda hafi þær verið kærkomin viðbót við fjölskylduna. „Maður þarf náttúrulega að fara í gegnum þetta sorgarferli með börnunum og leyfa þeim að syrgja. Við eigum eftir að jarða þær og þess vegna vil ég fá þessa til baka sem er töpuð, líka svo önnur börn séu ekki að labba fram á líkið.“ Að lokum biðlar Svava til fólks að setja sig í samband við hana hafi það séð til týndu hænunnar.
Dýr Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent