Innlent

Sindri og Matthías áfrýja

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar.
Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. FBL/Ernir
Sindri Þór Stefánsson og Matthías Jón Karlsson hafa ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms Reykjaness í Bitcoin-málinu svokallaða til Landsréttar. Þorgils Þorgilsson verjandi þeirra staðfestir þetta við fréttastofu RÚV.

Sindri Þór var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi þann 17. janúar síðastliðinn en Matthías Jón var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir hlutu þyngstu dómana af öllum þeim sem viðriðnir voru málið. Hafþór Logi Hlynsson fékk 20 mánaða fangelsisdóm, Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson hlutu hvor um sig 18 mánaða fangelsisdóm.

Málið varðar stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.