Erlent

Líffæraþjófar myrtu börn í Tansaníu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Tansaníu.
Frá Tansaníu. Getty/Dasar
Talið er að sex börn á aldrinum tveggja til níu ára, sem fundust látin í suðvesturhluta Tansaníu, hafi verið myrt af líffæraþjófum. Búið var að fjarlægja eyru þeirra og tennur, auk þess sem nokkur lík höfðu verið aflimuð. Börnunum var rænt meðan foreldrar þeirra seldu vörur á markaði í nágrenninu.

Á vef breska ríkisútvarpsins segir að lögreglan hafi handtekið einn mann vegna málsins, sem talinn er vera ættingi þriggja barnanna. Alls hafa tíu börn horfið í héraðinu Njombe frá því í byrjun desembermánaðar, fjögur þeirra hafa fundist aftur á lífi.

Þarlendir miðlar halda því fram á þessum slóðum megi finna töfralækna sem reyni að sannfæra fólk um að líkamshlutar geti fært þeim gæfu, ekki síst fjárhagslega.

Í samtali við BBC segir héraðstjóri Njombe að foreldrar í héraðinu séu hvattir til að gæta barnanna sinna og kenna þeim að vera á varðbergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×