Fótbolti

Sonur Lilian Thuram henti PSG úr bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thuram fagnar eftir leik. Að sjálfsögðu í treyjunni hans Neymars.
Thuram fagnar eftir leik. Að sjálfsögðu í treyjunni hans Neymars. vísir/getty

Það eru nánast stórtíðindi í Frakklandi þegar ofurlið PSG tapar fótboltaleik en það gerðist í gær er PSG lauk keppni í franska bikarnum.

PSG tapaði þá 2-1 fyrir botnliði frönsku úrvalsdeildarinnar, Guingamp. Það var Marcus Thuram, sonur Lilian Thuram, sem tryggði liðinu sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann hafði klúðrað víti fyrr í leiknum.

Yeni N'Gbakoto skoraði hitt mark Guingamp í leiknum en Neymar skoraði fyrir PSG.

PSG hafði unnið frönsku bikarkeppnina fimm ár í röð en nú kemur loksins annað nafn á bikarinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.