Innlent

Ekki hálkublett að finna milli Reykjavíkur og Akureyrar

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Sveinbjörnsson. Fátt haggar veðurfræðingnum en nú segir hann stöðu mála lygilega.
Einar Sveinbjörnsson. Fátt haggar veðurfræðingnum en nú segir hann stöðu mála lygilega.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur furðar sig á stöðu mála sem rekja má til veðurfars. Hann segir þetta algerlega með ólíkindum.

„Í dag er 10. janúar, hávetur skv. almanakinu. Greiðfært er um land allt og ekki einn hálkublettur á veginum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig þaðan með ströndinni austur á Þórshöfn, greiðfært og þurr vegur þaðan um Sandvíkurheiði á Vopnafjörð. Hvorki snjór né hálka heldur á sjálfri Fjarðarheiðinni,“ segir Einar á Facebook-síðu sinn.

Einar lítur einnig til Vestfjarða þar sem sömu sögu er að segja.

„Hægt að aka sem á besta sumardegi væri til Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Og hvað þá norður í Árneshrepp eins og kort Vegagerðarinnar ber með sér.“

Vegir eru að auk nánast þurrir, það er þeir malbikuðu.

„Þetta er lyginni líkast en vitanlega aðeins í boði í dag,“ segir Einar sem nýlega opnaði vef þar sem finna má veðurfarslegar upplýsingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.