Fótbolti

Hetjudáðir hjá tvítugum markverði Thierry Henry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Loic Badiashile fagnar sigurmarkinu.
Loic Badiashile fagnar sigurmarkinu. Getty/ Pascal Della Zuana
Thierry Henry er kominn með lið Mónakó alla leið í undanúrslit franska deildabikarsins eftir sigur á Rennes í vítakeppni í átta liða úrslitunum.

Stærsta frétt kvöldsins voru án efa hetjudáðir hins 20 ára gamla markvarðar Loic Badiashile.

Loic Badiashile varði þrjú af vítum leikmanna Rennes í vítakeppninni og skoraði síðan úr síðustu spyrnu Mónakó sjálfur.





Mónakó vann vítakeppnina 8-7 en liðin þyrftu að taka ellefu vítaspyrnur hvort til að fá úrslit.

Í stöðunni 7-7 höfðu allir útileikmenn liðanna tekið víti. Þá var komið að markvörðunum.

Tomas Koubek, markvörður Rennes, skaut þá yfir en Loic Badiashile brást ekki bogalistinn og skoraði sigurmarkið.





Loic Badiashile er fæddur í febrúar 1998 og er því alveg að verða 21 árs gamall. Hann hefur ekki enn spilað í frönsku deildinni í vetur en þetta var annar leikur hans í deildabikarnum og svo spilaði hann líka á móti Club Brugge í Meistaradeildinni.

Mónakó liðið er aðeins í 19. sæti í frönsku deildinni og aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsætið.

Sigurlíkur Mónakó jukust líka aðeins þegar Paris Saint Germain datt út fyrir Guingamp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×