Selta frá Grænlandi átti þátt í mengun í Reykjavík Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 10. janúar 2019 17:30 Mengunin hefur dregið úr skyggni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þessi mynd var tekin á Kringlumýrarbraut í suðurátt fyrir klukkan 14:00. Vísir/Vilhelm Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni. Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Mistur svifryks lá yfir höfuðborginni í dag og sýndu loftgæðamælar Umhverfisstofnunar í Reykjavík há gildi svifryksmengunar á sumum stöðum. Við Grensásveg teljast loftgæði mjög slæm á mælikvarða stofnunarinnar og eru vísbendingar um að mengunin sé ekki aðeins frá umferð heldur sé ryk sem hafi borist yfir borgina. Veðurfræðingur segir líklegustu skýringuna vera að saltagnir hafi borist í sterkum vindinum frá Grænlandi. Eins og sjá má á myndum ljósmyndara Vísis var skyggni sums staðar slæmt vegna mengunar. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá að gildi PM10-svifryks óx mikið frá því í morgun. Klukkan 14 í dag náði styrkur þess 127 míkrógrömmum á rúmmetra sem skilgreint er sem mjög slæm loftgæði. Á sama tíma hefur styrkur niturdíoxíðs vaxið töluvert en hann er talinn innan ásættanlegra marka.Svifryk í Reykjavík.Vísir/VilhelmAnnar uppruni Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir Vísi að hluti af svifrykinu komi frá umferð. Mengunin hafi hins vegar mælst há yfir allri borginni í morgun, til dæmis við Egilshöll þegar lítil umferð var þar. Mistrið liggi yfir allri borginni og byrgi meðal annars útsýni að Esjunni. Þetta séu vísbendingar um að hluti ryksins eigi sér annan uppruna en bílaumferð. Stundum hafi það gerst að sandi af ströndum á Suðurlandi hafi blásið yfir borgina en það geti ekki verið skýringin í vestanáttinni nú. Veður hefur verið nokkuð stillt og svalt í borginni í dag sem kemur í veg fyrir að svifrykið dreifist og hverfi. Líkur eru á að mengunin staldri ekki lengi við því Veðurstofan spáir úrkomu og hvassara veðri í nótt og á morgun.Saltagnir frá Grænlandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur fullvíst að um sé að ræða selta sem hafi borist í sterkri vestanáttinni. „Það voru vindar sem komu úr vestri og að hluta ofan af Grænlandsjökli sem steypast svo niður af jökli.“ Sjávarlöður hafi þeyst upp og smágerðar saltagnir orðið eftir í loftinu sem bárust svo til Íslands. „Þetta er alls ekki algengt en gerist af og til. Við sáum alveg hvað var í vændum þannig að þetta er líklegasta skýringin,“ segir Einar. Umferðin hafi svo bætt við þetta hefðbundna svifryk í borginni.
Grænland Umhverfismál Veður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira