Fótbolti

Þessir byrja leikinn gegn Svíum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir Már Sævarsson er í liðinu.
Birkir Már Sævarsson er í liðinu. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar vináttulandsleik gegn Svíum í dag og fer leikurinn fram í Doha í Katar.

Erik Hamrén landsliðsþjálfari hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst klukkan 16.45.

Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða vantar helstu stjörnur íslenska liðsins en þess í stað frábært tækifæri fyrir aðra að láta ljós sitt skína.

Svona er byrjunarlið Íslands í dag:

Frederik Schram (M)
Birkir Már Sævarsson
Hjörtur Hermannsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Böðvar Böðvarsson
Óttar Magnús Karlsson
Samúel Kári Friðjónsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Guðmundur Þórarinsson
Arnór Smárason
Andri Rúnar BjarnasonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.