Fótbolti

UEFA setur Lovren í bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dejan Lovren
Dejan Lovren vísir/getty

Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren hefur verið settur í bann af UEFA og mun missa af næsta landsleik Króatíu.

Eftir 3-2 sigur Króatíu á Spáni í Þjóðadeild UEFA í vetur setti Lovren myndband á Instagram þar sem hann talaði illa um Sergio Ramos, varnarmann Spánverja.

Ummæli Lovren eiga þó líklega rætur í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor, Liverpoolmenn bera enn kula til Ramos eftir að Spánverjinn braut á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að framherjinn fór meiddur af velli.

UEFA tók málið til skoðunar og dæmdi aganefnd sambandsins að Lovren hefði brotið agareglur og skuli sitja eins leiks bann. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar Króatía mætir Aserbaísjan í fyrsta leik undankeppni EM 2020 í mars.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.