Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira