Bíó og sjónvarp

Ný Game of Thrones kitla: Veturinn kemur 14. apríl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
8. þáttaröðin hefst 14. apríl (staðfest).
8. þáttaröðin hefst 14. apríl (staðfest). HBO
HBO hefur loksins gefið út nákvæma dagsetningu á því hvenær Game of Throne þættirnir ofurvinsælu snúa aftur. 14. apríl er dagsetningin sem aðdáendur þáttanna þurfa að muna en eins og undanfarin ár verður þátturinn frumsýndur á sama tíma á Stöð 2.

Fyrirtækið hafði hingað til nú ekki sagt nákvæmlega hvenær áttunda og síðasta þáttaröð þáttanna myndi hefjast en höfðu þó staðfest að það yrði í apríl á þessu ári.

Þáttanna er beðið með mikilli eftirvæntingu og ekki minnkar hún þegar horft er á nýja kitlu úr þáttunum sem HBO gaf út í nótt í gær.

Án þess að segja of mikið má glögglega sjá að veturkoman frestast ekki mikið lengur en horfa má á kitluna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.