Bíó og sjónvarp

Sagði bless við Game of Thrones með blóðugum skóm

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Arya Stark er mikið fyrir að drepa fólk og hún er orðin mjög góð í því.
Arya Stark er mikið fyrir að drepa fólk og hún er orðin mjög góð í því.

Leikkonan Maisie Williams, sem leikur Aryu Stark í þáttunum vinsælu Game of Thrones hefur lokið við öll tökur á öllum þeim atriðum sem hún leikur í áttundu og síðustu þáttaröð þáttanna. Hún sagði bless við þættina með mynd af blóðugum strigaskóm á Instagram.

„Bless Belfast, bless Arya, bless Game of Thrones. Þvílík gleði sem þetta hefur verið og skál fyrir ævintýrunum framundan,“ skifar Williams við myndina af skónum blóðugu.

Myndin er við hæfi enda þættirnir afar blóðugir. Áttundi og síðustu þáttaraðar þáttanna er beðið með mikilli eftirvæntingu en tökum er óðum að ljúka. Þættirnir verða sýndir á næsta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.