Hundruð Íslendinga fastir í ítölskum skíðabæ vegna fannfergis og snjóflóðahættu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 14. janúar 2019 11:31 Mikil snjókoma hefur verið í Alpafjöllum síðustu vikur. Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri. Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri.
Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00