Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 10:38 Ghosn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn. Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærður fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. Það kom nokkuð á óvart þegar Ghosn var handtekinn í nóvember á síðasta ári, grunaður um að hafa vantalið tekjur sínar sem forstjóri og stjórnarformaður Nissan um tugi milljóna dollara á árunum 2010 ti 2015. Hann hefur verið ákærður fyrir skattsvik sem og að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Nissan til þess að færa persónulegt tap af fjárfestingum yfir á fyrirtækið. Ghosn hefur setið í varðhaldi vegna málsins frá því að hann var handtekinn en í bréfi sem Carole Ghosn, eiginkona hans, hefur sent til mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, heldur hún því fram að honum sé haldið við grimmilegar og ómannúðlegar aðstæður. Í bréfinu segir hún að honum sé haldið í fangaklefa þar sem ljósin séu kveikt allan sólahringinn, klefinn sé óupphitaður auk þess sem að honum sé aðeins leyft að fara í sturtu eða bað tvisvar til þrisvar í viku. Í frétt CNN segir einnig að sonur hans hafi áhyggjur af fangelsisvist föður síns og segir hann að Ghosn hafi misst tíu kíló á meðan hann hefur verið í haldi. CNN segist þó ekki geta staðfest að staðhæfingar eiginkonu hans eigi við rök að styðjast. Reuters greinir hins vegar frá því að utanríkisráðuneyti Japan hafi lýst því yfir að réttindi Ghosn væru virt. Ghosn þótti afar virtur stjórnandi í bílaiðnaðunum og var hann sagður vera aðalsprautan á bak við velgengni Nissan, Renault og Mitsubishi að undanförnu, en fyrirtækin hafa átt í nánu samstarfi, ekki síst fyrir tilstuðlan Ghosn.
Bílar Japan Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20 Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Sjá meira
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan ákærður fyrir fjármálamisferli Saksóknarar í Japan hafa ákært Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann bílaframleiðandans Nissan, fyrir fjármálamisferli. 10. desember 2018 08:20
Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag 20. nóvember 2018 11:15