Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2019 15:15 Dagur B. Eggertsson á fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða, eftir að hún lagði lagði fram breytingartillögu á tillögu hennar og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa ætti skýrslu um málið til héraðssaksóknara. Vigdís segir viðbrögð Dags við breytingartillögunni sýna að hann sé rökþrota í málinu.Vigdís og Kolbrúnboðuðu tillöguna á föstudaginnen í upphafi borgarstjórnarfundar í dag tilkynnti Vigdís að þær hefðu lagt fram breytingartillögu þess efnis að í stað héraðssaksóknara ætti að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Braggamálið til„þar til bærra yfirvalda“til yfirferðar og rannsóknar. Er þar átt við lögreglu, héraðssaksóknara og Borgarskjalasafn að því er kom fram í skýringum Vigdísar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKEinn maður skilinn eftir í skurðinum Dagur virtist gefa lítið fyrir þessa breytingartillögu Vigdísar og Kolbrúnar. Sagðist hann ekki vilja tjá sig mikið um þá umræðu sem skapast hefur um Braggamálið svokallaða, áður en hann hélt heilmikla ræðu um þátt Vigdísar og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um skýrslu innri endurskoðunar og þá framúrkeyrslu sem átti sér stað í framkvæmdunum við Nauthólsveg 100.„Ég held að það nægi kannski að vísa til þess hvernig Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, magalendir makalausum málflutningi sínum algjörlega út í skurði í þessu máli með því að laust fyrir fund borgarstjórnar að draga þá ótrúlegu tillögu sína að breyta borgarstjórnarsalnum í einhvers konar ákæruvettvang, umræðu um sakhæfi, þegar fyrir liggur niðurstaða innri endurskoðunar sem kemst ekki að þeirri niðurstöðu að um misferli hafi verið að ræða,“ sagði Dagur.Gerði hann einnigstuðning Eyþór Arnalds og borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksinsvið upphaflegu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar að umtalsefni sínu á borgarstjórnarfundi í dag.„Ég fæ ekki betur séð en að einn maður sé skilinn eftir í skurðinum og sé þar enn þá á meðan borgarfulltrúarnir reyna að krafla sig upp úr honum með því að draga tillögu sína til baka. Það er oddviti Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds, sem var fljótur að hlaupa til, kikna í hnjánun, eins og svo oft þegar borgarfulltrúi Vigdís Hauksdóttir opnar muninn, og taka undir tillöguna,“ sagði Dagur.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma.Vísir/VilhelmSpurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri genginn í Vigdísi „Augljóslega vanhugsað og án þess að hafa ráðfært sig við nokkurn sem hefur inngrip í lögfræði eða það hvernig svona mál eru unnin og það var ekki betur að heyra á oddvitanum en að það væri bara tekið undir þetta, það væri fullkomlega eðlilegt á grundvelli skýrslunnar að borgarstjórn væri réttur vettvangur til þess að úrskurða um hugsanlegt sakhæfi og senda mál til héraðssaksóknara. Öðru vísi mér áður brá,“ sagði hann ennfremur.Ýjaði Dagur einnig að því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri óstjórntækur miðað við hvernig hann hafi hagað málflutningi sínum á kjörtímabilinu.„Nú hef ég reyndar aldrei verið kjósandi Sjálfstæðisflokksins en á mjög löngum köflum hefur hann engu að síður verið stjórntækur stjórnmálaflokkur í Reykjavík. Farið sér aðeins hægt en af ákveðinni ábyrgð og festu og ekki láta leiða sig út í allskyns upphlaupum og umræðum sem eru því miður allt of oft að gerast. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn láti sér þetta líka að kenningu verða í þessu máli nema það sé bara þannig að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé genginn í Vigdísi Hauksdóttur,“ sagði Dagur.Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar í dag.Vísir/VilhelmHjólaði í manninn en ekki málefni að mati Vigdísar Næst í pontu var Vigdís sem sagði augljóst af málflutningi Dags að hann væri rökþrota í málinu.„Ég vissi ekki nú til þess að Vigdís Hauksdóttir, Miðflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn væru á dagskrá þessa fundar en borgarstjóri grípur í það ráð þegar um rökþröt er að ræða og drepa þarf umræðunni á dreif, það er að hjóla í manninn en ekki málefni. Borgarstjóri velur hér að ræða um flokkspólitík og hrauna hér yfir fólk og flokka en þetta er hans leið úr ógöngunum,“ sagði Vigdís.Útskýrði hún breytingartillöguna nánar.„Þessi breytingartillaga sem nú er komin fram er víðtækari heldur en tillagan sem kynnt var á fundi forsætisnefndar á föstudaginn. Með efnahagsbrot- og fjármálabrot fer héraðssaksóknari. Nú er verið að víkka út þessa tillögu þegar verið er að tala um þetta almenns eðlis um að vísa til þar til bærra aðila því að lögreglan sér um brot hvað varðar skjalavörslu og rafræn gögn og tölvupósta. Það er verið að víkka út tillöguna og ég skil það vel að borgarstjóri er pirraður yfir því að það sé verið að víkka út tillöguna“.Fundur borgarstjórar stendur yfir. Búist er við hitafundi þar sem fjölmörg mál eru til umræðu, þar á meðal Braggamálið. Horfa máá beina útsendingu hér. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða, eftir að hún lagði lagði fram breytingartillögu á tillögu hennar og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa ætti skýrslu um málið til héraðssaksóknara. Vigdís segir viðbrögð Dags við breytingartillögunni sýna að hann sé rökþrota í málinu.Vigdís og Kolbrúnboðuðu tillöguna á föstudaginnen í upphafi borgarstjórnarfundar í dag tilkynnti Vigdís að þær hefðu lagt fram breytingartillögu þess efnis að í stað héraðssaksóknara ætti að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Braggamálið til„þar til bærra yfirvalda“til yfirferðar og rannsóknar. Er þar átt við lögreglu, héraðssaksóknara og Borgarskjalasafn að því er kom fram í skýringum Vigdísar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKEinn maður skilinn eftir í skurðinum Dagur virtist gefa lítið fyrir þessa breytingartillögu Vigdísar og Kolbrúnar. Sagðist hann ekki vilja tjá sig mikið um þá umræðu sem skapast hefur um Braggamálið svokallaða, áður en hann hélt heilmikla ræðu um þátt Vigdísar og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um skýrslu innri endurskoðunar og þá framúrkeyrslu sem átti sér stað í framkvæmdunum við Nauthólsveg 100.„Ég held að það nægi kannski að vísa til þess hvernig Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, magalendir makalausum málflutningi sínum algjörlega út í skurði í þessu máli með því að laust fyrir fund borgarstjórnar að draga þá ótrúlegu tillögu sína að breyta borgarstjórnarsalnum í einhvers konar ákæruvettvang, umræðu um sakhæfi, þegar fyrir liggur niðurstaða innri endurskoðunar sem kemst ekki að þeirri niðurstöðu að um misferli hafi verið að ræða,“ sagði Dagur.Gerði hann einnigstuðning Eyþór Arnalds og borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksinsvið upphaflegu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar að umtalsefni sínu á borgarstjórnarfundi í dag.„Ég fæ ekki betur séð en að einn maður sé skilinn eftir í skurðinum og sé þar enn þá á meðan borgarfulltrúarnir reyna að krafla sig upp úr honum með því að draga tillögu sína til baka. Það er oddviti Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Laxdal Arnalds, sem var fljótur að hlaupa til, kikna í hnjánun, eins og svo oft þegar borgarfulltrúi Vigdís Hauksdóttir opnar muninn, og taka undir tillöguna,“ sagði Dagur.Bragginn í Nauthólsvík olli miklu umtali á sínum tíma.Vísir/VilhelmSpurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri genginn í Vigdísi „Augljóslega vanhugsað og án þess að hafa ráðfært sig við nokkurn sem hefur inngrip í lögfræði eða það hvernig svona mál eru unnin og það var ekki betur að heyra á oddvitanum en að það væri bara tekið undir þetta, það væri fullkomlega eðlilegt á grundvelli skýrslunnar að borgarstjórn væri réttur vettvangur til þess að úrskurða um hugsanlegt sakhæfi og senda mál til héraðssaksóknara. Öðru vísi mér áður brá,“ sagði hann ennfremur.Ýjaði Dagur einnig að því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri óstjórntækur miðað við hvernig hann hafi hagað málflutningi sínum á kjörtímabilinu.„Nú hef ég reyndar aldrei verið kjósandi Sjálfstæðisflokksins en á mjög löngum köflum hefur hann engu að síður verið stjórntækur stjórnmálaflokkur í Reykjavík. Farið sér aðeins hægt en af ákveðinni ábyrgð og festu og ekki láta leiða sig út í allskyns upphlaupum og umræðum sem eru því miður allt of oft að gerast. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn láti sér þetta líka að kenningu verða í þessu máli nema það sé bara þannig að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sé genginn í Vigdísi Hauksdóttur,“ sagði Dagur.Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar í dag.Vísir/VilhelmHjólaði í manninn en ekki málefni að mati Vigdísar Næst í pontu var Vigdís sem sagði augljóst af málflutningi Dags að hann væri rökþrota í málinu.„Ég vissi ekki nú til þess að Vigdís Hauksdóttir, Miðflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn væru á dagskrá þessa fundar en borgarstjóri grípur í það ráð þegar um rökþröt er að ræða og drepa þarf umræðunni á dreif, það er að hjóla í manninn en ekki málefni. Borgarstjóri velur hér að ræða um flokkspólitík og hrauna hér yfir fólk og flokka en þetta er hans leið úr ógöngunum,“ sagði Vigdís.Útskýrði hún breytingartillöguna nánar.„Þessi breytingartillaga sem nú er komin fram er víðtækari heldur en tillagan sem kynnt var á fundi forsætisnefndar á föstudaginn. Með efnahagsbrot- og fjármálabrot fer héraðssaksóknari. Nú er verið að víkka út þessa tillögu þegar verið er að tala um þetta almenns eðlis um að vísa til þar til bærra aðila því að lögreglan sér um brot hvað varðar skjalavörslu og rafræn gögn og tölvupósta. Það er verið að víkka út tillöguna og ég skil það vel að borgarstjóri er pirraður yfir því að það sé verið að víkka út tillöguna“.Fundur borgarstjórar stendur yfir. Búist er við hitafundi þar sem fjölmörg mál eru til umræðu, þar á meðal Braggamálið. Horfa máá beina útsendingu hér.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00
Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21