Bestu fótboltakonu heims verður ekki haggað: Spilar ekki með Noregi á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 14:30 Ada Hegerberg í einum af síðustu landsleikjum sínum sumarið 2017. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos Fótbolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos
Fótbolti Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira