Bestu fótboltakonu heims verður ekki haggað: Spilar ekki með Noregi á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 14:30 Ada Hegerberg í einum af síðustu landsleikjum sínum sumarið 2017. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Norðmenn eiga bestu fótboltakonu heims en þurfa að mæta án hennar á heimsmeistaramótið í Frakklandi í sumar. Ada Hegerberg fékk gullknöttinn í lok síðasta árs sem besta knattspyrnukona heims eftir frábæra frammistöðu sína með Evrópumeisturm Lyon. Hún spilaði aftur á móti engan landsleik á árinu 2018. Lise Klaveness, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska knattspyrnusambandinu, hitti Ödu Hegerberg á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að gefa aftur kost á sér í norska landsliðið.NFF etter Hegerberg-møte: Uaktuell for VM - håper på comeback senere https://t.co/CZ6tsfCswl — VG Sporten (@vgsporten) January 15, 2019Ada Hegerberg var ekki haggað og nú er endanlega ljóst að hún mun ekki spila með norska landsliðinu á HM í sumar. HM fer fram í Frakklandi og nokkrir leikir verða einmitt spilaðir í Lyon þar sem Ada Hegerberg hefur búið frá árinu 2014. Hegerberg hætti að gefa kost á sér í norska landsliðið eftir EM 2017 sem gekk ekki vel hjá norska landsliðinu. Hún gagnrýndi starfshætti hjá norska sambandinu bæði hvað varðar stjórnun og undirbúning hjá norska landsliðinu. Hegerberg hefur tjáð sig opinberlega um fjarveru sínu norska landsliðið og þar hefur hún sagt að hún sé mjög leið yfir því að missa af leikjum liðsins en að hún trúi því enn að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá sér.This is one part of my story. Thanks @PlayersTribunehttps://t.co/u9lUDnAg0M — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 17, 2018„Ada er ennþá ung og á bjarta framtíð í boltanum. Ég vona og trúi því að hún vilji á einhverjum tímapunkti snúa aftur í landsliðið. Ég sjálf hef reynslu af því að segjast vera hætt í landsliðinu en koma svo aftur og spila nokkur góð ár með fánann á búningnum,“ sagði Lise Klaveness við Verdens Gang. Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul en hefur engu að síður skorað 38 mörk í 66 landsleikjum sem allir fóru fram á árunum 2011 til 2017. Hegerberg hefur verið enn betri með Olympique Lyonnais enda með 175 mörk í 143 leikjum í öllum keppnum. Hegerberg hefur unnið frönsku deildin fjórum sinnum, Meistaradeildina þrjú ár í röð og franska bikarinn þrisvar sinnum á fjórum tímabilum sínum með franska félaginu. Norðmenn . Liðið er í riðli með Frakklandi, Suður-Kóreu og Nígeríu. Leikir liðsins í riðlinum fara fram í Reims (Nígería og Suður-Kórea) og Nice (Frakkland).WHAT A NIGHT Photo: Ivar Waage Johansen pic.twitter.com/bDfbUuAYrI — Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) December 4, 2018Ada Hegerberg fagnar með liðsfélögum sínum hjá Lyon, þeim Camille Abily og Dzsenifer Marozsan.Getty/David Ramos
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira