Gillibrand ætlar að sækjast eftir útnefningu demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 13:27 Gillibrand hefur verið einarður andstæðingur Trump forseta og greitt atkvæði gegn stefnumálum hans oftar í þinginu en flestir aðrir demókratar. Vísir/EPA Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá frá New York segist ætla að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Nokkrir aðrir demókratar hafa þegar tilkynnt um framboð og búist er við því að fleiri bætist í hópinn á næstu misserum. Gillibrand tilkynnti um fyrirætlanir sínar um að stofna undirbúningsnefnd fyrir forsetaframboð í viðtali hjá spjallþáttastjórnandanum Stephen Colbert í gær. Sagðist hún telja að hún hefði „samúðina, hugrekkið og óttalausa áræðni“ sem þarf til að berjast um embætti forseta Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Málefni kynjanna eru Gillibrand, sem er 52 ára gömul, ofarlega í huga. Hún er þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í hernum og í háskólum. Hún hefur jafnframt var framarlega í flokki þeirra sem tala fyrir því að samkynhneigðir í hernum þurfi ekki að leyna kynhneigð sinni. „Ég ætla að bjóða mig fram til forseta Bandaríkjanna, vegna þess að sem ung móðir, ætla ég að berjast fyrir börn annars fólks af jafnmikilli hörku og ég gerði fyrir mín eigin,“ sagði Gillibrand sem telur að heilsugæsla ætti að vera réttur en ekki forréttindi í Bandaríkjunum. Fyrir hafa nokkrir aðrir demókratar tilkynnt um framboð, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Massachusetts, og Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í tíð Baracks Obama. Fastlega er gert ráð fyrir að fleiri bætist í hópinn. Þar hafa nöfn Bernie Sanders, sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton árið 2016, Joe Biden, varaforseta Obama, og Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanns frá Texas, borið hæst.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09