Erlent

Lifði af árásina á Tvíburaturnina en myrtur af hryðjuverkamönnum í Kenía

Samúel Karl Ólason skrifar
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær.
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Vísir/AP
Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler er einn þeirra fjórtán sem myrtir var af hryðjuverkamönnum al-Shabab á hótel í Kenía í gær. Það þykir merkilegt fyrir þær sakir að Spindler var staddur í Tvíburaturnunum í september 2001, þegar hryðjuverkamenn al-Qaeda flugu farþegaþotum á turnana.

Spindler starfaði á árum áður sem fjárfestir eftir að hann útskrifaðist úr háskóla árið 2000. Seinna breytti hann um stefnu og varð lögmaður og starfaði hann mikið erlendis við sjálfboðastörf.

Í samtali við Washington Post segir meðleigjandi Spindler að þegar árásin var gerð árið 2001 hafi Spindler hjálpað fólki við að komast út úr byggingunum í stað þess að hlaupa í skjól.

„Þegar við heyrum skothríð, hlaupa margir í burtu. Hann fyrstu viðbrögð voru öfug. Hann hljóp beint að skothríðinni,“ segir meðleigjandinn Kevin Yu. Yu segir enn fremur að árásin á Tvíburaturnana hafi breytt viðhorfi Spindler á lífið. Hann hafi sífellt verið að leita leiða til að gefa eitthvað af sér.

„Ég er handviss um að þegar hann heyrði sprengingarnar fyrir utan hótelið reyndi hann að stökkva til og hjálpa,“ segir Yu.

Árásin hófst um hádegisbil að íslenskum tíma í gær þegar minnst fjórir vígamenn hentu handsprengjum að farartækjum fyrir utan hótelið áður en þeir ruddust þar inn, þar sem einn þeirra sprengdi sig í loft upp.

Al-Shabab, sem tengjast al-Qaeds, segir árásina vera hefndaraðgerð vegna ákvörðunar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael til Jerúsalem.


Tengdar fréttir

Fimmtán látnir í árásinni í Kenía

Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.