Mourinho: Ég varð ástfanginn af Salah en hann týndist í Lundúnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. janúar 2019 07:00 Mohamed Salah í búningi Chelsea vísir/getty Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Jose Mourinho segist hafa orðið ástfanginn af Mohamed Salah áður en hann keypti egypska framherjann til Chelsea. Salah hafi hins vegar orðið að týndu barni í Lundúnum. Salah kom til Chelsea frá Basel í janúar 2014 og kom við sögu í 19 leikjum áður en hann var sendur á lán til Fiorentina í febrúar 2015. Hann var síðan seldur til Roma í ágúst 2016. Liverpool keypti framherjann sumarið 2017 og það þarf líklega ekki að fara mörgum orðum um sögu hans síðan þá. Margir hafa sett Salah á lista yfir þá leikmenn sem féllu ekki í náðina hjá Jose Mourinho en slógu svo í gegn. Mourinho sjálfur segist þó hafa verið maðurinn sem kom Salah á kortið og gaf honum stóra tækifærið. „Mikið hefur verið sagt sem er ekki satt. Fólk reynir að segja að ég sé stjórinn sem seldi Salah en ég er stjórinn sem keypti Salah,“ sagði Mourinho við sjónvarpsstöðina beIN Sports þar sem hann er sérfræðingur. „Við mættum Basel í Meistaradeildinni og þá var Salah krakki þar. Þegar ég mæti liði þá skoða ég það í langan tíma og ég varð ástfangin af þessum krakka.“Mourinho á hliðarlínunni á Stamford Bridge, Salah er á varamannabekknum lengst til hægrivísir/getty„Ég keypti krakkann, ýtti á félagið að kaupa hann þegar við vorum nú þegar með frábæra sóknarmenn eins og Eden Hazard og Willian.“ Portúgalinn sagði framherjann hins vegar hafa orðið óánægðan með hversu lítinn spilatíma hann fékk og sú óánægja hafi orðið til þess að hann fór til Ítalíu. „Hann var týndur krakki í Lundúnum, týndur krakki í nýjum heimi. Við vildum vinna með honum og gera hann betri en hann vildi ekki bíða heldur bara spila.“ „Þess vegna sendum við hann á lán til Ítalíu. Svo var það félagið sem ákvað að selja hann, ekki ég.“"Lots of things have been told that are not true!" Mourinho rubbishes media reports that he sold Mo Salah when at Chelsea.#beINMourinho#beINAFC#AsianCup2019pic.twitter.com/8DsrPadA8U — beIN SPORTS (@beINSPORTS) January 17, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma. 27. apríl 2018 12:30