Innlent

Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi

Atli Ísleifsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Fréttablaðið/Pjetur
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. Stúlkubarn kom þá í heiminn og vó hún 15 merkur. Móður og barni heilsast vel.

Um var að ræða fyrsta barn foreldranna Sigríðar Hjördísar Indriðadóttur úr Hvalfjarðarsveit og Hannesar Björns Guðlaugssonar úr Reykjavík. Þau eru búsett í Reykjavík.

Fyrsta barn ársins á Landspítalanum í Reykjavík kom í heiminn klukkan 8:17. Fæddist þar strákur og heilsast móður og barni vel.

Klukkan 9:30 hafði enn ekkert barn fæðst á heilbrigðisstofnunum á Selfossi, Ísafirði og Neskaupstað.

Fyrsta barn ársins 2018 var drengur sem kom í heiminn klukkan 3:15 á Sjúkrahúsinu á Akureyri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×