Gat aldrei verið bæði hommi og fótboltamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 11:00 Leikmenn BeesCats. Mynd/Instagram/beescatsbr Brasilískur knattspyrnumaður var tilneyddur til að setja fótboltaskóna upp á hillu af því að hann vildi fá að vera hann sjálfur og fá að lifa sem samkynhneigður maður. Douglas Braga sagði BBC sögu sína. Nokkur umræða hefur verið um knattspyrnumenn og samkynhneigð að undanförnu en það virðist vera sem knattspyrnumenn eigi mjög erfitt með að koma út úr skápnum. Knattspyrnan er nánast eins og trúarbrögð í Brasilíu og þar dreymir flesta unga menn um að verða Neymar, Ronaldo eða Pele. Einn af þeim var Douglas Braga. Draumur hans um atvinnumennsku í knattspyrnu hófst þegar hann var tólf ára gamall í Rio de Janeiro. Hann fékk tækifæri hjá þriðjudeildarliðinu Madureira og átján ára gamall bauðst honum samningur hjá Botafogo, einu af stærstu félögunum í Ríó. Framtíðin í fótboltanum var björt en á þessum árum breyttist margt og hann uppgötvaði kynhneigð sína. „Ég áttaði mig á því að ég var hrifinn af karlmönnum,“ sagði Douglas Braga við BBC. Nokkur ár liðu hjá Botafogo og Douglas Braga sá liðsfélaga sína fá tækifæri hjá klúbbum í Evrópu. Hann fór líka að átta sig á því að hann gat ekki haldið áfram í fótboltanum ef hann ætlaði að vera fyrir utan skápinn.The Brazilian footballer who never was https://t.co/fSvMqa7vuI — BBC News (World) (@BBCWorld) January 3, 2019„Þetta var bara val, annaðhvort ertu þú sjálfur eða þú ert fótboltamaður. Það var ekki möguleiki að vera bæði,“ sagði Douglas Braga. Hann hætti í fótboltanum aðeins 21 árs gamall. Þetta var erfiðasta ákvörðunin lífsins. „Daginn sem ég ákvað að hætt að spila þá grét ég svo mikið. Ég gekk um grátandi í marga klukkutíma,“ sagði Douglas Braga. Brasilíumenn eru þekktir fyrir litagleði og frjálsræði á kjötkveðjuhátíðum sínum en þegar kemur að fótboltanum þá eru fá frávik liðin. Douglas Braga hefur verið í framlínunni í baráttunni gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum í Brasilíu. Hann spilar nú með áhugamannaliðinu BeesCats sem er félag sem gefur LGBT fótboltamönnum tækifæri til að spila í Ríó. Þeir spila við önnur samskonar lið í LiGay deildinni. Það breytir ekki því að Douglas Braga saknar þess mikið að fá ekki tækifærið til að spila áfram alvöru fótbolta. „Það er sárt að fylgjast með gömlu vinunum spila enn sem atvinnumenn. Það er virkilega sárt,“ sagði Douglas Braga. Það má lesa þessa fróðlegu grein BBC um Douglas Braga, samkynhneigð og fótbolta í Brasilíu með því að smella hér. Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Brasilískur knattspyrnumaður var tilneyddur til að setja fótboltaskóna upp á hillu af því að hann vildi fá að vera hann sjálfur og fá að lifa sem samkynhneigður maður. Douglas Braga sagði BBC sögu sína. Nokkur umræða hefur verið um knattspyrnumenn og samkynhneigð að undanförnu en það virðist vera sem knattspyrnumenn eigi mjög erfitt með að koma út úr skápnum. Knattspyrnan er nánast eins og trúarbrögð í Brasilíu og þar dreymir flesta unga menn um að verða Neymar, Ronaldo eða Pele. Einn af þeim var Douglas Braga. Draumur hans um atvinnumennsku í knattspyrnu hófst þegar hann var tólf ára gamall í Rio de Janeiro. Hann fékk tækifæri hjá þriðjudeildarliðinu Madureira og átján ára gamall bauðst honum samningur hjá Botafogo, einu af stærstu félögunum í Ríó. Framtíðin í fótboltanum var björt en á þessum árum breyttist margt og hann uppgötvaði kynhneigð sína. „Ég áttaði mig á því að ég var hrifinn af karlmönnum,“ sagði Douglas Braga við BBC. Nokkur ár liðu hjá Botafogo og Douglas Braga sá liðsfélaga sína fá tækifæri hjá klúbbum í Evrópu. Hann fór líka að átta sig á því að hann gat ekki haldið áfram í fótboltanum ef hann ætlaði að vera fyrir utan skápinn.The Brazilian footballer who never was https://t.co/fSvMqa7vuI — BBC News (World) (@BBCWorld) January 3, 2019„Þetta var bara val, annaðhvort ertu þú sjálfur eða þú ert fótboltamaður. Það var ekki möguleiki að vera bæði,“ sagði Douglas Braga. Hann hætti í fótboltanum aðeins 21 árs gamall. Þetta var erfiðasta ákvörðunin lífsins. „Daginn sem ég ákvað að hætt að spila þá grét ég svo mikið. Ég gekk um grátandi í marga klukkutíma,“ sagði Douglas Braga. Brasilíumenn eru þekktir fyrir litagleði og frjálsræði á kjötkveðjuhátíðum sínum en þegar kemur að fótboltanum þá eru fá frávik liðin. Douglas Braga hefur verið í framlínunni í baráttunni gegn fordómum gagnvart samkynhneigðum í Brasilíu. Hann spilar nú með áhugamannaliðinu BeesCats sem er félag sem gefur LGBT fótboltamönnum tækifæri til að spila í Ríó. Þeir spila við önnur samskonar lið í LiGay deildinni. Það breytir ekki því að Douglas Braga saknar þess mikið að fá ekki tækifærið til að spila áfram alvöru fótbolta. „Það er sárt að fylgjast með gömlu vinunum spila enn sem atvinnumenn. Það er virkilega sárt,“ sagði Douglas Braga. Það má lesa þessa fróðlegu grein BBC um Douglas Braga, samkynhneigð og fótbolta í Brasilíu með því að smella hér.
Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira