Biden telur sig líklegastan til að sigra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 23:00 Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. EPA/LISA HORNAK Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er sagður vera að íhuga af alvöru að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 76 ára gamli Biden ætlar að tilkynna ákvörðun sína á næstu vikum eða mánuðum en fjölmiðlar ytra hafa eftir vinum hans og ráðgjöfum að Biden telji sig þann líklegasta innan Demókrataflokksins til Donald Trump, núverandi forseta.New York Times segir útlit fyrir átök milli fylkinga í Demókrataflokknum og þá sérstaklega á milli íhaldssamra aðila flokksins og yngri framsæknari aðila. Það skipti bæði kjósendur og bakhjarla flokksins miklu máli að finna aðila sem gæti sigrað Trump en sömuleiðis hafi eftirspurn eftir framsæknum frambjóðendum aukist og þá sérstaklega með tilliti til síðustu þingkosninga þar sem slíkum frambjóðendum gekk vel.Líklegt þykir að Biden yrði í það minnst meðal fremstu frambjóðenda Demókrataflokksins. Hann þyrfti þó að byggja brýr á milli mismunandi fylkinga innan flokksins. Þá eru uppi vangaveltur að hann yrði ekki vinsæll meðal kvenna og minnihlutahópa.Bjóði hann sig fram er líklegt að hann mæti nokkrum þeldökkum frambjóðendum og konum. Þá hefur Biden tekið nokkrar ákvarðanir á stjórnmálaferli sínum sem þykja umdeildar meðal Demókrata. Meðal annars studdi hann innrásina í Írak og stýrði hann yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Anitu Hill, sem sakaði núverandi hæstaréttardómarann Clarence Thomas um kynferðisbrot. Flokksmenn báru miklar vonir við að Biden myndi bjóða sig fram árið 2016. Hann tilkynnti þó að hann myndi ekki bjóða sig fram og var það vegna dauða sonar hans. Biden sagðist ekki vera tilbúinn til að sinna embætti forseta.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55