Fótbolti

Weah farinn til Celtic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Weah í landsleik með Bandaríkjamönnum.
Weah í landsleik með Bandaríkjamönnum. vísir/getty
Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic.

Þessi 18 ára Bandaríkjamaður, og sonur George Weah, er þegar mættur til móts við leikmannahóp Celtic sem er að æfa í Dúbæ.

Weah hefur ekkert fengið að spila fyrir PSG síðan í ágúst.

„Það eru mikil gæði hjá PSG og því eðlilega erfitt fyrir hann að fá spiltíma. Félagið vildi að hann fengi að spila meira og fannst sem betur fer tilvalið að senda hann til okkar,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Celtic.

Weah er þó inn í framtíðarplönum PSG enda nýbúinn að framlengja við félagið til 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×