Skoða þarf hvort flutningur hjartagáttar hafi gefist vel Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. janúar 2019 19:00 Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að skoða þurfi hvort flutningur bráðamóttöku hjartagáttar frá Landspítalanum við Hringbraut hafi gefist vel og hvort ástæða sér til þess að endurskoða þá ákvörðun miðað við það álag sem er á bráðamóttökunni í Fossvogi. Von er á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar frá Landlækni í komandi viku. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Forstjóri spítalans hafði miklar áhyggjur af ástandinu í pistli sem hann skrifaði eftir að þjónustan var færð og í fyrstu viku desembermánaðar var rúmanýting 117% prósent.Í pistlinum sagði forstjórinn að við þær aðstæður sé augljóst að öryggi sjúklinga er ekki tryggt og því var Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytinu gert viðvart. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraVísir/VilhelmVon á hlutaúttekt frá Embætti Landlæknis „Það er auðvitað bara grafalvarlegt ef svo er og er verkefni spítalans að horfast í augu þá stöðu ef hún er þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Rétt fyrir jól sendi Landlæknir frá sér drög að áliti vegna ástandsins en þar var bent á tiltekin atriði sem Landlæknir telur að ráðast megi strax í að laga.„Þetta er auðvitað miklu flóknara en svo að þetta snúist um einn eða tvo þætti eða eina eða tvær ákvarðanir,“ segir Svandís. Svandís segir að þetta snúist um mönnun, húsnæði, samskil og fráflæði til hjúkrunarheimila, viðveru sérfræðilækna, stöðu sjúkraliða og fjölda þeirra, samspil við heilsugæsluna og svo framvegis. Von er á að hlutaúttekt Landlæknis á starfsemi bráðamóttökunnar verði skilað í lokaútgáfu til ráðherra í komandi viku. Formaður hjartaheilla hefur lyst yfir miklum áhyggjum með þær breytingar sem gerðar hafa verið á bráðamóttöku hjartagáttar og segir þær tefja meðferð sjúklinga sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. „Það er náttúrulega faglegt mat Landspítalans sem er lagt til grundvallar svona ákvörðun og það er eina leiðin fyrir okkur er að styðja það faglega mat. Ákvarðanir af þessu tagi, þær þurfa stöðugrar endurskoðunar við, og ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé lagt mat á það, ekki of seint, hvernig þetta hefur gefist og hvort að breytingin hafi verið á kostnað þjónustunnar eða hvort hún sé jafn öflug og hún var þegar hún var við Hringbraut,“ segðir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45 Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Mun meira álag á bráðamóttöku vegna lokunar Hjartagáttar Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga á Landspítala, segir að það verði mikil áskorun að sinna öllum þeim sjúklingum sem munu leita til bráðamóttökunnar á næstu vikum eins fljótt og vel heilbrigðisstarfsmenn vilja. 5. júlí 2018 18:45
Sjá mikil sóknarfæri í lokun bráðamóttöku Hjartagáttarinnar vegna mönnunarvanda Yfirlæknir segir mikil samlegðaráhrif fást með því að sameina bráðaþjónustu á einum stað. 12. október 2018 11:58