Ásmundur sendir Birni Leví háðsglósu úr Slysavarnaskólanum Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2019 15:01 Víst er að Ásmundur hugsar Birni Leví þegjandi þörfina, svo mjög að í upphafi frásagnar af ævintýrum sínum í Slysavarnaskóla sjómanna sendir hann hinum spurula Birni glósu. Ásmundur Friðriksson, hinn mjög svo umdeildi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þessa dagana á námskeiði í Slysavarnaskóla sjómanna. Hann greinir vinum sínum á Facebook frá ævintýrum sínum þar en lætur fylgja með glósu til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. En, Björn Leví hefur verið duglegur að spyrja út í meðal annars aksturskostnað þingmanna. Þar hefur Ásmundur verið ofarlega á blaði. Og víst er að Björn Leví er enginn dáyndismaður í huga Ásmundar. „Fyrsti dagurinn í Slysavarnarskóla sjómanna var áhugaverður. Ég ætti að vera búinn að ná nafninu í vikulokin ef mér gengur vel. Það er áhugavert fyrir þingmann að kynna sér þennan mikilvæga skóla og ég ætla að gera meira af þessu. Björn Levi gæti þá spurt þingið hvað mörg námskeið ég hafi setið, hvað að meðaltali margir nemendur hafi verið þar og hvað ég keyrði á hvert námskeið og hvað það væru þá margir kílómetrar í akstri sem hver nemandi keyrt ef þeir hefðu líka kosið utankjörfundar,“ segir Ásmundur háðslega. Hann snýr sér þá að því að lýsa því hvað hann er að fást við. „Ég er nemandi í grunnnámskeiði í öryggisfræðslu og fórum við yfir fyrstu þætti námsefnisis. Fengum leiðsögn frá þremur kennurum þennan fyrsta dag og voru þeir allir áheyrilegir og kunna greinilega sitt fag. Þeir fóru yfir með okkur undirstöðu í öryggismálum, alþjóðakröfur, öryggiskröfur skipa, fyrirkomulag öryggisbúnaðar merkingar, mengun og margt margt fleira.“ Ítarlega færslu þingmannsins um námskeið sitt hjá Slysavarnaskólanum má sjá hér neðar. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, hinn mjög svo umdeildi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þessa dagana á námskeiði í Slysavarnaskóla sjómanna. Hann greinir vinum sínum á Facebook frá ævintýrum sínum þar en lætur fylgja með glósu til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. En, Björn Leví hefur verið duglegur að spyrja út í meðal annars aksturskostnað þingmanna. Þar hefur Ásmundur verið ofarlega á blaði. Og víst er að Björn Leví er enginn dáyndismaður í huga Ásmundar. „Fyrsti dagurinn í Slysavarnarskóla sjómanna var áhugaverður. Ég ætti að vera búinn að ná nafninu í vikulokin ef mér gengur vel. Það er áhugavert fyrir þingmann að kynna sér þennan mikilvæga skóla og ég ætla að gera meira af þessu. Björn Levi gæti þá spurt þingið hvað mörg námskeið ég hafi setið, hvað að meðaltali margir nemendur hafi verið þar og hvað ég keyrði á hvert námskeið og hvað það væru þá margir kílómetrar í akstri sem hver nemandi keyrt ef þeir hefðu líka kosið utankjörfundar,“ segir Ásmundur háðslega. Hann snýr sér þá að því að lýsa því hvað hann er að fást við. „Ég er nemandi í grunnnámskeiði í öryggisfræðslu og fórum við yfir fyrstu þætti námsefnisis. Fengum leiðsögn frá þremur kennurum þennan fyrsta dag og voru þeir allir áheyrilegir og kunna greinilega sitt fag. Þeir fóru yfir með okkur undirstöðu í öryggismálum, alþjóðakröfur, öryggiskröfur skipa, fyrirkomulag öryggisbúnaðar merkingar, mengun og margt margt fleira.“ Ítarlega færslu þingmannsins um námskeið sitt hjá Slysavarnaskólanum má sjá hér neðar.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Segir Píratann sýna Alþingi vanvirðingu með því að vera á sokkaleistunum. 11. desember 2018 18:11
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15