„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 16. febrúar 2018 16:21 Þó svörun við fyrirspurnum á alþingismenn hafi verið með ágætum, um 76 prósent, er þó talsverður hópur sem ekki hefur hirt um að ansa eðlilegum spurningum um ráðstöfun á almannafé. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00