Fjaðrárgljúfri lokað vegna hættu á gróðurskemmdum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 15:59 Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð í Fjaðrárgljúfi en mikið álag er á svæðinu og hætta á umtalsverðum skemmdum á gróðri meðfram göngustígum vegna ágangs ferðamanna. Svo segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Veðurfar undanfarnar vikur, hlýindi og mikil rigningartíð, hafi orðið þess valdandi að göngustígur meðfram gljúfrinu liggur undir skemmdum og er illfær vegna aurbleytu og leðju. „Þetta gerir það að verkum að gestir ganga utan við göngustíginn. Gróður er í dvala á þessum árstíma og svæðið sérstaklega viðkvæmt fyrir átroðningi. Það skemmist hratt með ágangi utan göngustígs auk þess sem nýir villustígar verða til. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir svæðið á degi hverjum og er álag á göngustíg og umhverfi hans gríðarlegt. Í sumar var lokið við endurgerð og uppbyggingu á hluta göngustígarins og er sá hluti í góðu ásigkomulagi. Búið er að hanna nýjan göngustíg meðfram öllu gljúfrinu sem mun þola umhleypinga eins og hafa verið undanfarnar vikur. Stefnt er á að hefja þær framkvæmdir við fyrsta tækifæri.“ Umrætt náttúruverndarsvæði er nr. 703 á náttúruminjaskrá. Í ljósi framangreinds hefur Umhverfisstofnun gripið til þess ráðs að loka svæðinu frá og með 9. janúar uns aðstæður batna. Lokunin er gerð bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini um að Fjaðrárgljúfur sé lokað og vísa ekki fólki þangað. Bílastæði er einnig lokað og ekki hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Stefnt er að því að endurskoða lokunina eigi síðar en innan tveggja vikna eða ef ástand breytist fyrir þann tíma. Lokunin er framkvæmd samkvæmt 25 gr. laga um náttúruvernd.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira