Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 11:11 Mynd af Önnu-Elisabethu Falkevik Hagen sem lögregla birti í morgun. EPA/Norska lögreglan Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02