Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 12:03 Bandaríska sendiráðið mun flytja í fyrrverandi höfuðstöðvar Ístak við Engjateig. Það hefur einnig beðið eftir sendiherra í tvö ár. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01